Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 409
UM MAN’NFJÖLDA Á ÍSLANDI.
395
Jafnskjótt og menn renna auganu yfir skýrslur þessar, verða
menn þess varir, að fólkið var einlægt að fækka í landinu jafnt
og þétt fram að 1787, þá er konúngsverzlunin var af lekin; undir
eins og landsmönnum fjölgar um nokkrar hræður, þá kemur aftaks
liarður vetur, afialeysi, eldgos, eður drepsótt, og landsmenn strá-
falla, svo menn voru komnir á þá trú og kenndu hana öðrum, að
næði talan 60,000, þá kæmi morðengillinn geysandi yfir landið.
þannig litu margir á málið, en gættu ekki þess, að verzlunar-
kúgunin var undirrótin til þessarar skelfingar; þeir köstuðu skuld
óviturra stjórnenda upp á skaparann, og fyrir þessa synd hefir
þeiin hefnzt, með því að svo seint var ráðin bót á því meini, sem
orðið hafði svo mörgumþúsundum landsmanna að banameini. Mann-
dauðinn í landinu segir til sín, og manntalsskýrslur þessar eru graf-
minníng yfir alla þá landa vora, sem látizt liafa undir oki konúngs-
verzlunarinnar og dáið fyrir sköp fram. það er auðséð á öllu, hversu
öldúngis hjálparlausir og bjargarlausir landsmenn voru orðnir;
landið lá fyrir dauðanum, og það mátti ekki anda á það, þá var
allt dault. það er jafnan hryggileg sjón að horfa á baráttuna
milli lífs og dauða eins manns, en þó er sú sjón langhryllilegust
og skelfilegust, að horfa á helstrið heillar þjóðar og sjá kvalið úr
lienni lífið með óstjórn og kúgun. Menn fyrirgefa ekki mönnum,
ef einhver ræður öðrum bana, sem og rétt er; en menn fyrirgefa
stjórnendunum, þó þeir drepi menn niður þúsunduin sainau með
harðstjórn og heimsku.
En látum oss nú sjá, hvernig fólkstölunni líður; berum saman
tímann fyrir framan 1787 við tímann á eptir, og sjáum svo mun-
inn! — Nú viljum vér þá skipta öllum þessum tíma í 3 tímabil;
hið fyrsta nær frá 1735 til 1787, annað frá 1788 til aldamótauna, og
hið þriðja frá 1801 til 1855. í rauninni er engin ástæða til aö
skipta i fleiri en 2 tímabil, hið fyrra fram að 1787 og hið síðara fram
að 1854, því það er í sjálfu sér engin tímaskiptíng, að ný öld
byrjar; en látum samt svo vera, og höfum tímabilin þrjú. En
hver er nú munurinn á þessum tímabiluni að því er manntalsnertir? —
Mismunurinn er fólginn í þeim hæfileiks mun, sem þjóðin liefir lil
að aukast og margfaldast á liverju tímabili fyrir sig. En hvernig