Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 423
1855.
FÓLKSTALA Á ÍSLANDI.
409
það má sjá á töflunni, að byggðin er þðttust í þeim sýslum,
þar sem veiðistöðurnar eru bezlar, svo sem í Gullbríngu og Snæ-
fellsness sýslum, og er það eðlilegt, þvi þar liafa svo margir at-
vinnu af sjáfaraílanum einum. Hvergi er landið eins strjálbyggt
eins og i þmge.yjar sýslu og í Múlasýsiunum báðum, enda eru
þar hin stærstu heiðalönd. Skoði menn hvert umdæmi sér, þá
er norður- og austur-umdæmið töluvert frábrugðið hinum tveimur
í þessu efni, því í þessu umdæmi koma að eins 60 menn á hverja
ferhyrnda mílu, en í hinum herumbil 110, þegar Reykjavík og
Vestmannaeyjar eru frá taldar suður-umdæminu.
í Danmörku lifðu árið 1855 samtals 2381 menn á hverri
ferhyrníngsmílu, og voru 1885 af þeim sveitabúar. þetta sama
ár voru á Færeyjum 358, en í Noregi, sem er strjálbyggðasta
land í Norðurálfu, lifðu þó árið 1845 241 manns á hverri fer-
hyrníngsmílu.
í fólkstalstöfluni þessum er Reykjavíkur bær lalinn sér, bæði
sökum þess að hann er mesti kaupstaðurinn á öllu íslandi og að
hann er þar að auki þínghá sðr; bærinn er einnig smámsaman
orðinn aðsetur helztu embættismanna og visindastiptana á landinu.
Fólkstalan þar, þegar seinast var talið, eða 1. október 1856,
voru 1354 manns, og var því hlutfallið milli tölu kaupstaðabúa
og tölu sveitabúa eins og 1:48 (21 aflOOO). Árið 1850 þarámóti
var hlutfallið eins og 1:52 (20 af 1000), og sðst meðal annars af
þessu, að fólk í Reykjavík liefir á þessu tíinabili fjölgað meir að
tiltölu en annarstaðar á landinu, og kemur þetta einnig heim við
það, sem síðar mun verða sagt (sbr. töfluna bls. 430). Við
byrjun þessarar aldar (1801) voru í Reykjavik að eins 307 manns,
630 árið 1835, 890 árið 1840, 961 árið 1845, 1149 árið 1850 og
1354 árið 1855; árið 1855 var þvi meir en ferfalt fólksmegn í
Reykjavík við það, sem var árið 1S01, og fólkstalan hefir því á
þessu tíiuabili að meðaltölu aukizt um 6,3 af liverju hundraði á ári.
í töflunum A. og B. er skýrt sórílagi frá tölu tieimila í
Reykjavík 1855; voru þau þá 250 að tölu, og teljast eptir því
5,4 manns á hverju heimili aö meðaltali.