Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 424
410
FÓLKSTALA A ÍSLANDI.
1855.
Skoöi menn fólkstöluna í Reykjavik eptir fæðíngarstað, þá
sest það af töflunni C., að 740 eru fæddir í sókninni og 614 utan-
sóknar, eða hérumbil helmíngurinn. Af þeim sem fæddir eru
utansóknar, eru 48 fæddir utaulands, og er þá hlutfallið milli
tölu ötlendra og innlendra eins og 1:27 eða 4 af hverju hundraði.
Fólkstalan í Reykjavík eptir aldri, kynferði og hjúskaparstélt
er talin sér í töflunni D. Samkvæmt henni voru þar 653 karlkyns
og 701 kvennkyns, og var því hlutfallið milli tölu karla og
kvenna eins og 1000:1073; árið 1850 var hlutfall þetta eins og
1000:1148. Hlutfall það, sem var milli aldursflokkanna, má
sjá af töflu þessari:
árið 1855. áriðl860.
Af hverju 100 karlkyns voru A.Niver- ju 100 kvcnnk. voru Af hverju 100 fólkslölunni af allri vorn Af hverju 100 afallri fólksiöl- unni voru
karlkyns kvennk. samtals
innan 20 ára 44,4 35,o 21,4 18,i 39,5 38,9
niilli 20—60 ára 49,2 57,0 23,T 29,8 53,5 56,o
vfir 60 ára 6,4 7,4 3,i 3,o 7,o 5/i
ylir 70 ára 1/4 1/S 0,6 1/0 1/0 2,3
Af þessu má sjá, að árið 1855 var rúmur helmíngur af fólk-
inu í Reykjavík á hezta aldri, milli 20 og 60 ára, en þó var fleira
á þeim aldri þar árið 1850.
Hlutfallið milli giplra og ógiptra i Reykjavík árin 1850
og 1855 hefir verið þannig, að af hverju 100 karlkyns voru árið
1850: 30 giptir og 70 ógiptir, og árið 1855: 28 giptir og 72
ógiptir, en af hverju 100 kvenukyns voru árið 1850: 24 giptar
og 76 ógiptar, og árið 1855: 26 giptar og 74 ógiptar. En þareö
réttara þykir, ekki að miða þetta við alla fólkstöluna, heldur'við
tölu þeirra sem eru á giplínga aldri, og sem réttast mun vera að
telja frá 20 til 70 ára, þá verður hlutfall þetta á sögðum árum
þannig: af hverju 100 karlkyns á þessum aldri voru árið 1850:
51 giptir og 49 ógiptir, og árið 1855: 50 giptir og 60 ógiplir,
en af hverju 100 kvennkyns voru árið 1850: 40 giptar og 60
ógiptar, og árið 1855: 41 giptar og 59 ógiptar.