Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 426
412
FÓLKSTALA Á ÍSLAiNDI.
1855.
menn þessu næst árin 1850 og 1855 saman, þá söst þaö aö tala
þeirra, sem lifa af sjáfarafla, hefir aukizt ekki alllítiö á þessu tíma-
bili, en á hinn bóginn liefir tala iðnaðarmanna mínkaö; aö öðru
leyti er líkt ástatt um atvinnuvegi bæjarbúa á þessum tveimur árum.
Tala sveitarómaga hefir nokkuö aukizt síðan árið 1850,
því þá voru þeir ekki nema 15, en áriö 1855 var tala þeirra 21.
í fólktalsskýrslunum árið 1855 er einnig skýrt frá blindum
og mái- og heyrnarlausum. íReykjavík var þetla ár einúngis
1 blindur karlmaður, en enginn mál- og heyrnarlaus.
Hvað trúarbrögð snertir, þá játuðu allir bæjarbúar Lu-
tliers trú.
Samkvæmt löflunni A. var lala heimila á íslandi 9297 þegar
fólkslalan var tekin árið 1855. Eptir þessu voru að meðaltali nær
því 7 C6)o) manns á hverju heimili, og er það mikið líkt og árið
1850. Á Færeyjum taldist á þessu ári að eins 5,s ntenn á heim-
ili, og líkt var í Danmörku og flestum öðrum löudum. Mismunur
sá, sem í þessu er milli íslands og annara landa, á að líkindum
helztu rót sína í því, að atvinnuvegum á íslandi er svo liáttað, að
búandi menn, einkum til sveita, verða að lialda mörg vinnuhjú,
og eru þau ekki allsjáldan gipt. Hlutfall þetta breytist nokkuð,
þegar hvert umdæmi er skoðað sér, því þá telst svo til, að í
suður-umdæminu verða 6,4, í vestur-umdæminu 7,2 og í norður-
og auslur-umdæmunum 7,3 manns á liverju heimili. En þar býsna
mikill mtinur er á þessu í ýmsum héruðum landsins, liöfuin ver
í töflunni 0. skýrt frá tölu heimila í hverri sókn, en undireins
skipt þeim niður í 5 flokka, og eru talin í 1. (lokki þau heimili,
sem ekki eru fleiri á en 2 menn, í 2. flokki heimili með 3-6, í
3. flokki ineð 7-10, í 4. með 11-20 og i 5. flokki með yfir 20
manns. Við hverja sókn er þarhjá sett hver.su margir menn að
meðaltölu sé á heimili. Skoði menn töflu þessa, sýnir það sig,
að í fiskiverum og kaupstöðum eru miklu færri menn að tiltölu á
heimili en til sveita, og kemur þetta heim við það, sem sagt er
hér á undan. þannig eru t. a. m. í suður-umdæminu 220 heimili
með ekki fleiri en 2 mönnum á hverju, og af þeim eru 127 eða