Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 436
422
FÓLKSTALA Á ÍSLANDl.
1855.
Af þessu má sjá, að þeir voru lángflestir sem lifðu á jarð-
arrækt, með því hérumbil 4/5 lilutar allra landsbúa voru taldir
í þessum flokki. Jarðarrækt var þannig aðalatvinnuvegur fólks
nærhæíis í öllum sýslum á landinu (að Vestmannaeyjum frá skildum,
því þar er enginn talinn í þessum flokki). Mikill hluti landsbúa
lifði þó einnig um leið af fiskiveiðum, en færri voru þeir, er
höfðu þetla sem lielzta atvinnuveg. í Vestmannaeyjum var þó
sjáfarafli sá atvinnuvegur, sem menn eingaungu lifðu við að kalla
mátti, og í Gullbríngu og Kjósar sýslu í suður-umdæminu og
í Snæfellsness sýslu í veslur-umdæminu var þetta helzti alvinuu-
vegur meira hluta sýslubúa; í hinum sýslunum í suður-umdæminu
og í vestur-umdæminu, eins og líka í öllum sýslum í norður- og
austur-umdæmunum, voru þeir mjög fáir, sem lifðu við þenna
starfa. Sé hver þessara atvinnuvega skoðaður sér, telst svo til,
að af öllu fólki á íslandi hafl lifað á
jarðarrækt árið 1855 81,23 af hundr., árið 1850 82,01 af hundr.
sjáfarafla •— 185 5 7,83 — — , — 1850 6,86 — —
í samanburði við alla landsbúa voru iðnaðarmenn mjög
fáir, og hafði þeim einnig fækkað dálílið síðan árið 1850, það er
að skilja, að þá voru þeir 1,25 af hverju hundraði, en árið 1855
voru þeir aðeins 1,10 af hundraði. Hinar einstöku iðnaðartegundir
voru þó hver sér að mjög litlu raarki, og skal hér að eins geta
þess, að snikkarar og því næst gull- og silfursmiðir og járnsmiðir
voru flestir; tala skraddara hafði nokkuð aukizt síðan fólkstalan
var tekin árið 1850.
Tala þeirra, sem lifðu á verzlun, var hérumbil hin sama
og hún var þegar taliö var árið 1850, því þá voru þeir 1,02 af
hundraði, en árið 1855 voru þeir 1,18 af hundraði, og sýnir þetta
að nokkuð hafa þeir aukizt. en þó eru þeir fáir, í samanburöi við
þá sem lifðu á öðrum atvinnuvegum.
Aptur á liinn bóginn hefir s v e i t a r ó m ö g u m og ölmusumönnum
fækkað siöan seinast var talið, bæði að tölu upphæð og í saman-
burði við fólksfjöldann, því árið 1860 voru þeir samlals 1244 eða
2,10 af hverju hundraði, en árið 1855 var tala þeirra einúngis
1207 eða 1,87 af hverju hundraði.