Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Side 442
428
FÓLKSTALA Á ÍSLANDl.
1855.
Meðaltala þeirra, sem liafa andazt á ári liverju um þetta 5 ára
tímabil, var 1513, og verður þá lilutfalliö milli þeirra og allrar
fólkstölu eins og 1:41, og er það mun betra en það hefir verið
á nokkrum kafla úr timabilinu 1827-1849, þvi þegar bezt var, eða
á árunum 1845-1849, var það eins og 1:33; þó er það töluvert
lakara en á Færeyjum, því á árunum 1850-1854 var hlutfallíð þar
eins ogl:70. Hin helzta ástæða til þessa er einkum fólgin í því,
að á þessu tímabili hefir engin mannskæð landfarsótt gengið á íslandi.
Af þeim sem dóu á landinu á árunum 1860-1854, voru 3996
karlkyns og 3571 kvennkyns, eða fyrir hvert 1000 dáinna kvenn-
kyns dóu 1119 karlkyns. Mismunur þessi á helztu rót sína í því, að
svo margir karlmenn á ári hverju deyja af slysum, einkum drukkna
á sjó, en hér við bætist einnig, að tleiri sveinbörn deyja en mey-
börn; þannig voru af börnum þeim innan 10 ára, sem dóu á þessu
tímabili, 2228 karlkynns, en ekki nema 2024 kvennkyns.
Á þessum liér umgelnu 5 árum hafa 4717 fleiri fæðzt en
dáið. Aptur á hinn bóginn hefir fólkið á þeim 5 árum og 8 mán-
uðum, sem liðið er frá því fólk var talið 1. febrúar 1850 og
til þess fólk var talið 1. október 1855, fjölgað um 6446. Mismunur
sá, sem er ámilli þessara tveggja talna, hverfur að mestu leyti
þegar menn aðgæta, að liafi hlutfallið milli fæddra og dáinna árið
1855 verið líkt og það var árið 1854 , þá lætur nærri að þeim
mun fleiri liafa fæðzt en dáið frá nyjári til september mánaðar
loka 1855.
Skoði maður nú fólksfjölgun í landinu, þá sýnir það sig, að
þar sem fólkinu á fyrri öld, það er að skilja frá 1703 — 1801,
fækkaði ekki all-lílið, eða 8,41 af hundraði, þá hefir því á þess-
ari öld, eður frá því 1801, stöðugt og töluvert fjölgað. Á tírna-
bilum þeim, sem liðið hafa milli þess að fólkstölur hafa veriö
teknar á íslandi á þessari öld, hefir fólkið í landinu aukizt:
frál.febrúar 1801 til 2. febrúar 1835, um 18,71 af hundraði.
— 2. febrúar 1835 —2. nóvember 184 0, — 1,89 — —
— 2. nóvember 1840 — 2. nóvember 184 5, — 2,56 — —
— 2. nóvember 1845— 1. febrúar 1850, — 1,01 — —
— l.febrúar 1850—l.október 1855, — 9,31 — —