Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 495
1855.
BlÍSAUAn-ÍSTAr<U Á ÍSI.AilDI.
481
meiri en 3404 alls; er mismunur þessi svo geysi inikill, að ekki
er hægt að skilja hvernig á þessu standi eða hvað þvi valdi. Likt
má segja um býli, þvi i skýrslunni fyrir árið 1854 var skýrt frá
”jörðum”, og þær taldar 2466, en í skýrslunni fyrir árið 1855 eru
nefndar "byggðar jarðir”, og þær sagðar 2808 að töiu. þetta voru
nú skýrslurnar úr suður-umdæminu; en aptur ú hinn bóginn má
þó segja, að skýrslurnar úr hinum umdæinunum á landinu, einkum
norður- og austlir-umdæminu, eru gjörðar með miklu meiri ná-
kvæmni og athygli, því á þeiin verður þó séð, að hið sama er talið
á ári hverju. þannig eru í vestur-umdæminu taldir ”þeir er tíund-
arfé framtelja”, og er tala þeirra 2230 (árið 1854 voru þeii*2208),
en um tölu býla í þessu umdæmi hlýtur að vera einhver misskiln-
íngttr eða villa, því árið 1855 eru þau talin 1404, en árið 1854
voru þau aptur á mótimiklu fleiri, eða 1813. I norður- og auslur-
umdæmunum eru taldir ”þeir sem tíund gjöra”, og þeir sagðir að
vera 4038 að tölu (árið 1854 voru þeir taldir 4017), en tala býla
er sögð að vera 2624 (en 2627 árið 1854).
Af þessu sem hér er sagt mun öllum ljóst, hversu mikið sé
undir þvi komið, að skýrslur aliar um liagi lándsins sé sem full-
komnastar og réttastar úr garöi gjörðar frá þeim, sem upphaflega
eiga að seinja þær.
l’að var upphaflega ásetníngur vor, ekki að gjöra nokkurn
samjöfnuð um búnaöarástand íslands nema þriðja eða fimta livert ár,
en ineð því réttast þykir að þetta sé gjört á þeim árum, þá fólks-
tala er tekin á íslandi, skal hér gjöra fáeinar athugasemdir.
Sýnir það sig þá fyrst, hvað gripi og fénað snertir, að lala
nautgripa á þessum 2 árum liefir aukizt nokkuð, því árið 1855
var tala þeirra 24,067, en árið 1853 að eins 23,663, og hefir því
fjölganin einúngis verið 1,T af hundraði.
Aptur á hinn bóginn hefir sauðfénaður fækkað ekki all-
litið á þessu sama tímabili, því árið 1853 var fjártalan á öllu landinu
516,853, en árið 1855 var hún aðeins 489,932, og hefir því sauð-
peníngur fækkað um 5,2 af hverju hundraði; mest bar á þessu í
vestur-umdæminu, hvar fækkunin var 16 af hundraði, og í suður-