Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Side 525
UM MAKNAHEITI A ÍSLANDI.
511
Það er öllum kunnugt, að það er og heíír verið alinennt á
íslandi að skíra börn einúngis einu nafni, og er það helzt á
seinni tíiuum og einkum á þessari öld, að ekki allfáir eru farnir
að breyta út af fornri landsvenju, og hafa þeir i þessu, eins og
fleiru, optastnær af nokkurskonar hegómaskap, þótt lítið til koma
að lialda uppi háttum forfedra sinna, en álitið einhvern frama
eða upphefð í því, að taka sór snið eptir útlendum mönnum.
Til þess að sýna hvar á landinu kveði mest að þessu, höfum
vðr í töflunni B, samkvæmt skj'rslunum um fólkstal á íslandi 1.
október 1865, skýrt frá því hversu margir, bæði karlar og konur,
heita fleirum en einu skírnarnafni á íslandi, og höfum ver skýrt
frá því í hverri sýslu og hverju umdæmi sér, en til hægara jflr-
lits er einnig sýnt, hversu margir þeir eru af hverju 100 bæði
karlkyns og kvennkyns.
Skoði maður nú töflu þessa (B), þá er fyrst athugavert, að
miklu fleiri að tiltölu eru konur en karlar, sem heila fleirum en
einu nafni, því á öllu landi eru það hérumbil 3 (2,95) af hverju
hundraði karlmanna, en aptur næstum 5 (4,97) af hverju hundraði
kvennmanna, og er þetta hlutfall nokkurnveginn jafnt í hverri
sýslu (æj frá skildum Vetmannaeyjum, því þar eru fleiri karlkyns)
og hverju umdæmi. þessu næst er það ekki síður athugavert, að
i norður- og austur-umdæmunum, eru þeir liérumbil tvöfalt fleiri,
bæði karlar og konur, heldur en í hinum umdæmunum saman
töldum, sem heita fleirum en einu nafni. Það er nú að vísu
eðlilegt, þótt þetta eigi sér stað í verzlunarstöðum landsins, því
bæði er það, að þar lifa útlendíngar þeir sem búa í landinu, og
líka hitt, að meiri vorkun er á þótt innlent almúgafólk í verzlun-
arstöðunum láti leiðast til að taka sér snið eptir mönnum þeim,
sem þeir hafa mök við, og sem þeir í mörgu álíta sér fremri;
þetta sýnir sig einnig í þeiin sýslum, sem verzlunarstaðir eru.
En sé Reykjavíkur kaupstaður undan skilinn, þá eru hinir aðrir
verzlunarstaðir landsins, hvað fólksfjölda snertir, svo litt teljandi,
að það svarar enganveginn mismuninum milli þeirra sýslna, sem
verzlunarstaðir eru í, og þeirra, sem enginn er í, t. a. m. milli
Eyjafjarðar og Mýra sýslu. það litur annars svo út, sem þessi
65