Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Side 33

Eimreiðin - 01.04.1946, Side 33
eimreiðin JAKOB THORARENSKN, SKÁLD 97 kvæðum. En oft er einnig í þeim einhver athugasemd um vor- hretin. Trúin á landið á stundum í vök að verjast og trúin á lands- fólkið líka. Þá trú sína ræðir Jakob Tliorarensen í nokkrum stærstu og skörulegustu kvæðum sínum. Það eru kvæði eins og «Dagur“ 0g „Bólstrar“ (í Stillum), „f mistri“ og „Ný tíð“ (í Heiðvindum) og „Horft fram“ (í Haustsnjóum) og fleiri. f þess- t»n kvæðum metur liann og vegur sögu og samtíð og lífsskoðun þeirra, afköst og afrek og framtíðarvonir. Dagarnir „flytja Ijóss- nis farm til folda og þjóða . . . og sterkur lúðurliljómur á lífið kallar“. En hann spyr einnig: Til hvers eru allir þessir menn? f il hvers er starfað í óöld ófriðar og fárskapar, ólieilinda, flokka- drátta og ranglætis? Jakob Thorarensen hefur kveðið kröftugt gegn slíkum ódyggðum og slíkri sundrung og hvatt til eindrægni, heilinda og starfs. 1 kvæðinu „Horft fram“ (1936) segir hann vid þá ungu menn, sem „erfa ríkið“: Farið vel! í festu kjalar fáiiV grjót úr liorfnri tíð, hæði pundin köls og heilla, — blóðtöp vor og unnin stríð. Honum virðist framtíðin stundum „í mistri“ og „vafi um v ddið °g auðinn“, frelsið og gróandann. En innst inni trúir Jakob Tliorarensen á „nýja tíð“, þar sem «sæmd og manndáð“ geti bjargað málunum. Sú tíð er „gunnöld, glóöld . . . fjöröld, frjóöld“ og hún er einnig „starfsöld og ljós- <>ld“. Þessi trú kemur vel fram í kvæðinu Ný tíð frá 1933. Víða 1 Pví kvæði má heyra flugið í kveðandi og rínii Jakobs Thorar- eHsen. Hann er hagorður og rímslyngur freniur en Ijóðrænn. ^agmælska lians og hættir eru að mestu í gömlu fari þjóðlegrar kfaglistar. Hann bregður fyrir sig fornum liáttum eins og hryn- hendu og ljóðahætti, og endur og eins sextánmæltu og sléttu- höndum eða erlendum liætti eins og sonnettu. Annars eru k.væði hans undir ýmsum tilbrigðum nýrri hátta. Kveðandi og rím er einnig á gamla vísu, liáttvís og skorðuð og formföst. Bímið er S< lt af næmu brageyra og hagmælsku og oft dýrt kveðið, en Hýrleiki innrímsins stundum meira af festu en mýkt, en endarím Purt og létt. Stíll og kveðandi Jakobs Thorarensen er persónu- 7

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.