Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 61

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 61
eimreiðin HREINDÝRAVEIÐAR SUMARIÐ 1945 125 kyrginn, og öræfin reyndust ekki nógu stór til að gera hann að skikkanleguin liesti. Frá sauðakofa stefndum við suður yfir Sauðá, sem er lítið vatnsfall, og suður að Kringilsá. Fyrir sunnan Sauðá er landið mjög grýtt, stórar sandöldur með lægðum á milli, sem eru frem- iir graslitlar. Þegar við komum upp á fyrstu ölduna, gátum við farið að vænta þess að sjá hreindýr, og skipti þá liópurinn sér. Veiðimenn, þeir Friðrik, Hermann og Kjartan, tóku nú rilfla sína og skotfæri, gerðu sig veiðimannlega og stefndu til suðausturs tíl Sauðafells; gátu búizt þar við dýrum. En við Sigmar skyldum Jialda með lestina suður að Kringilsá, tjalda þar og ganga frá l'estum. Veiðimennirnir hurfu okkur brátt út í fjarlægð öræf- anna. Við Sigmar höfðum skammt farið með hestana, er við sáum stóran lióp af hreindýrum, æðilangt frá okkur. Álitum við, að það væru flest kýr og kálfar, á að gizka 60 að tölu. Urðu dýrin okkar strax vör og hurfu fljótlega fyrir næstu öldu, og sáuni við þau ekki meir, en héldum með lestina að Kringilsá, eins °g fyrir okkur var lagt, lieftum þá og vorum farnir að tjalda um kvöldið, þegar veiðimenn komu. Höfðu þeir skotið einn tarf austur við Jökulsá og voru ekkert hreiknir af að hafa ekki haft sitt dýrið hver, því fleiri tarfa liöfðu þeir séð. En góð byrjun var þetta, og þurftum við nú ekki að kvíða matarskorti, er við áttum heilan lireintarf til viðbótar því, er við höfðum, sem eflaust liefði nægt til hálfs mánaðar, eða meira. Gengu nu allir að því að koma upp tjöldum, leysa vistabaggana, svefnpoka og tíeira. Var nú búinn til ágætur kvöldmatur, því nóg voru hitun- artaeki og allskonar matarílát, eins og gerist í fullkomnasta eld- l'úsi, og matreiðslumenn reyndust þeir Hermann og Kjartan svo góðir, að ég er viss um, að þeir geta staðizt próf sem kokkar, kvað þungt og erfitt sem prófið er. Eftir að við liöfðum borðað ;'gaetis kvöldinat, sem á hóteli hefði verið kallaður miðdagur, °g síðar um kvöldið fengið gott kaffi, tókum við tvo hesta og tjóðruðum við tjöldin, til að liafa þá við hendina, ef ske kvnni, að hestarnir legðu til stroks, því hagar voru ekki góðir. Síðan skriðuni við í svefnpoka okkar, og sváfum vel og draumlaust til kk 7 á föstudagsmorgun, að við vorum vaktir af Friðriki far- arstjóra. Var liann þá húinn að vitja urn hestana, sem voru tídegir og virtust kunna vel við sig í öræfadýrðinni og kjarn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.