Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 83

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 83
eimreiðin ÞREKRAUNIR 147 á fótum. í þessari síðustu hvíldarlegu; liefur annaðhvort ekki gætt þess, að feldurinn hyldi nógu vel fæturna, eða þá að feldur- inn hefur ekki nægt til þess að verja liann kali. Þó dróst hann af stað af veikum mætti og við miklar þrautir áleiðis til byggða. Hverfur frásögnin nú frá honum að sinni. Nú víkur sögunni til bóndans á Kleif í Fljótsdal, þar sem hann stóð yfir fé sínu inni á Kleifardalnum, alllangt inn frá bænum. Hann tók þá eftir því, að eittlivert lirúgald lireifðist á ísnum á Jökulsánni þar nokkuð innar frá. Brást hann við til að forvitnast Um, hvað það væri. Yar Þorsteinn þá þar kominn, skríðandi á böndum og knjám og með feldinn yfir sér. Þetta var á níunda dægri frá því er Þorsteinn hafði farið að lieiman. Segir Finar ptófastur, að hann hafi verið matarlaus allan tímann, en Sigfús segir, að hann liafi nærst á bógnum, sem hann hafi haft með sér ada leið ofan í Kleifarfjall, en tapað þar livorutveggja, bógnum °g feldinum. Bóndi brá nú við heim að Kleif til að sækja tæki og mannhjálp að flytja Þorstein til bæjar. Lá hann þar í nokkra daga, þar til er kona lians kom að sækja hann á sleða. Þorsteinn missti tær af báðum fótum, en meira ekki, og bjó í Götu nokkur ár eftir bað. Hann lézt 9. október 1816, hálffimmtugur að aldri. Einar prófastur segir, að ganglimir lireindýrsins liafi fnndist baustið eftir á Klausturhæðinni, og má það vera til sanninda- merkis um það, að Þorsteinn liafi borið með sér meira en bóginn ebm, að minnsta kosti í upphafi villunnar. Hitt gæti þó verið rétt, að hann liafi borið annan hóg dýrsins með sér lengra og ekki ósennilegt, að hann liafi eittlivað nærst á kjötinu, eins og Sigfús segir. Líklegri er frásögn Einars prófasts um, að Þorsteinn liafi ekki áttað sig fyrr en inn „undir Fellum“. Ef það liefði verið þvert af Klejf, liefði hann þurft að lialda alllangt áfram suður heiðina, hl þess að komast niður í dalinn fyrir innan Kleif, ella liefði •mnaðlivort orðið fyrir honum ófært Kleifarbjargið, eða hann befði átt að koma niður í dalinn gegnt Kleif eða utar. Eftir andlát Þorsteins var búi þeirra Valgerðar skipt. Urðu Þá lítil efni hennar til búskapar. Lét liún þá og af ábúð í Götu, en bjó eftir það nokkur ár á Klúku í Fljótsdal með forsjá Jóns,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.