Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 88

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 88
152 FURSTINN AF MAGAZ EIMREIÐIN liafði hugrekki til að mótmæla; hann stakk upp á, að önnur systirin gengi í klaustur, hann bað og grét og liótaði.Faðir- inn var viss um hlýðni dætra sinna, og að afloknu samtali, sem ómögulegt er að lýsa og hvorki Æskýlos né Shakespeare myndu hafa getað ímyndað sér, varpaði hann lilutkesti um það, livor skyldi deyja. Það var Sunna. Og fórnin var fullkomnuð á þann hátt, sem furstinn vildi, að æru sinnar væri hefnt. En lilutskipti Sunnu var sætara en líf Láru og Lorenzó. Aldrei gat ástarsynd hafa leitt yfir hina brotlegu sárari yfirbót. Ég lilustaði á manninn til síðasta orðs. Og er hann einmitt vænti þess að verða aðnjótandi liinnar náðarsamlegu aflausnar- smurningar, mælti ég við hann: — Synd þín er djöfulleg, það er synd ættardrambs og yfir- lætis. En ást er meira virði en æra. Ég fyrirgef þér ekki. Ég mun aldrei gera það. Vík frá mér, fordæmdi maður, miskunnar- lausi faðir, villidýr, skrýmsli, sonur djöfulsins. — Hann stóð upp. Ég sá, að ógnarleg gríma breiddist yfir andlit hans. Hrukkurnar hólgnuðu og skullu saman, eins og öldur i hafróti, og augu hans skutu neistum eins og Ijónsaugu. Hann hvæsti: — Ég þarfnast ekki umlíðunar þinnar, fáfróði, heimski munkur. Ef með þarf, fer ég til Róms. — Þar verður þér heldur ekki fyrirgefið. Þín hræðilega synd krefst eilífrar yfirbótar. Þú deyddir dóttur þína og dótturson og dæmdir tvær verur, sem verðskulduðu miskunn, til þess að lifa i ást, sem er angist og kvalræði. Ég fyrirgef glæp Lorenzó, en þinn ekki, aldrei, aldrei. — Farðu til Róms, berfættur, skríddu, liungraður og þyrstur, svo þér liggi við dauða. — Flýðu til fjalla og lifðu þar meðal úlfa. — Kallaðu saman ráðstefnu munkanna og lirópaðu þar upp liina ómælanlegu sekt þína. En i guðs nafni farðu úr klefa mínum, vík úr návist minni, þú mis- kunnarlausi, lijartalausi faðir. Þessum bölbænum svaraði furstinn af Magaz með skellihlátri, sem líktist ýlfri. Ljós skynsemi hans var slokknað. Ég og tveir munkar aðrir, sem komu mér til hjálpar, gátum náð tökum a honum og skilað honum í hendur þjóna hans. Er liann kom heim í höllina, virtist brá af honum, en um nóttina tókst honum binda enda á þrautir sínar í þessu lífi með skambyssuskoti i gagnaugað. (Þ. Þ. þýddi.)

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.