Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 89

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 89
EIMREIÐIN 153 Leiklisiin. Leikfélag Hafnarfjarðar: Ráðskona Bakkabræðra. Leikfélag Reykjavíkur: V ermlendingarnir. Fjalakötturinn: Upplyfting. Leikfélag Eyrarbakka: Kappar og vopn. Ekkert leikfélag á landinu hef- náð neitt svipuðum árangri og Leikfélag Hafnarfjarðar með sýn- ingunni á Ráðskonu Bakkabræðra. Þetta er sænskur alþýðuleikur í bi'emur þáttum, eftir Oskar Wennersten og kom hér fyrst fram 1 útvarpinu fyrir liðlega 10 árum, 1 heldur óliðlegri staðfærslu Skúla Skúlasonar blaðamanns. Nokkur leikfélög réðust svo í að sýna leik- lnn, án þess að til byltingar kæmi 1 leiklistinni hér, en þegar Hafn- firðingar tóku leikinn í sínar hendur, fyrir þremur árum, kom 1 Ijós fádæma aðdráttarafl leiks- lns- A þessu vori komst sýning- arfjöldinn upp í 84 sýningar, lík- *ega heimsmet, ef miðað er við fólksf jölda. Heiður þeim, sem heið- nr ber, og er það vafalaust, að án leiks ungfrú Huldu Runólfs- dóttur í aðalhlutverkinu og leik- stjórnar hennar, hefði leikurinn ehki náð þessum einstæða árangri. Líklega hefur Leikfélagi Reykja- Vlkur fundizt nóg um, þegar svona goðu beini var hnuplað rétt fram- an við nefið á því. Nokkuð er ^nð, að sagan átti ekki að endur- taka sig. Skátafélög hér í bænum höfðu í mesta grandaleysi farið að undirbúa sýningu á öðrum sænsk- um aiþýðuleik, Vermlendingunum eftir Fredrik August Dahlgren, og fengið til þess þýðingu norðan af Akureyri, sem nemendur Menntaskólans þar höfðu haft við sýningu á leiknum 1938. Skipti það engum togum, félagið lýsti sig réttkjörið til að flytja almenningi þjóðlega, sænska list með tilheyr- andi, enda nýbúið að láta ljós sitt skína í sömu grein, hvað snertir þjóðlega danska list, Álfhól Hei- bergs. Þegar höfuðstaðarbúar fengu svo loksins að sjá Verm- lendingana, voru þeir sviðsettir af rausn og yfirlæti, en engum vanefnum viðvaninga. Á þessu græddist einn hlutur. Lárus Ing- ólfsson fékk tækifæri til að sýna, hve langt má komast á litlu leik- sviði og við erfið skilyrði með smekklegri sviðsetningu tjalda og búninga. Allt annað í þessum „grát-broslega tal-, söng- og dans- leik“ (á sænsku: Sorglustigt tal-, sáng- och dansspel) gekk í haug hjá Heiberg og öðrum slíkum gull- aldarhöfundum. Þegar komið er úr þessu and-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.