Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 90

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 90
154 LEIKLISTIN EIMREIÐIN rúmslofti, er það nærri því hress- andi að líta inn í Fjalaköttinn. Skepnurnar undir fjalakettinum eru engir stórgripir að þessu sinni, vart annað en nokkrar blá- og brúneygðar mýslur, yfirfallnar af timgunartilhneigingum á fyrsta stigi, við og við truflaðar af ung- gæðingslegri brennivínsástríðu. Allt í allt heldur ófétleg mynd af frístundalífi æskulýðsins, til við- vörunar, ef sönn reyndist, og eitt- hvað er verið að tæpa á því í blöð- unum. Gallinn á þessari revyu, eins og svo mörgum öðrum, er sá, að réttirnir eru bornir í trogi á dúklaust borð fyrir áhorfendur, og þeim, veskú, sagt að taka til sín af hráu, soðnu og hálfsoðnu. Það væri ekki svo vitlaust að slá upp í Aristófanes og lesa á sig nokkrar revyur hans, áður en næst er boðið til borðs í Iðnó. En það má Fjalakötturinn eiga, með H. Á. S.-buxnateknik, „upplyft- ingu“ leikstjórans og vísum Tóm- asar, að allt er selt með ófölsuðu vörumerki, engin fyrsta flokks framleiðsla, en heldur ekki upp- strokkað tilberasmjör í rósóttum umbúðum. Þess vegna er upplyft- ing í Upplyftingu þrátt fyrir allt. Við og við getur maður leyft sér þá ánægju að sjá sjónleiki utan Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar, en þangað er jafnauðvelt að sækja sjónleiki og rétt innanbæj- ar. Leikfélag Eyrarbakka hefur tekið sér fyrir hendur að sýna gamanleikinn Kappar og vopn, eftir Bernard Shaw. Sem þýð- andi leiksins var ég kvaddur til ráða á aðalæfingu, kom þangað sem gagnrýnandi með svipuna á lofti, fór sem hver annar áhorf- andi, sem gert hefur sitt gagn með nærveru sinni og lófataki. Það er vissulega annálsvert og góðra gjalda, þegar umkomulítið leikfélag ræðst í að sýna sjónleik, sem rís þó nokkuð upp úr flatn- eskjunni, og in casu er það merki- legt, hve lítt vanir leikendur kom- ust langt með gott verkefni. Það er enginn áróður fyrir þetta ákveðna leikrit, þótt ég segi, að þetta sé eftirbreytnisvert. Leik- félög úti á landi eru alltaf í nokkrum vanda stödd um verk- efnaval, og er þeim vorkunn þótt þau velji ekki alltaf af betri end- anum í því verkefnahraki, sem hér er. I þessu sambandi vil ég benda á úrlausn, sem Alfred Andrésson, leikari, hefur fundið, þar sem hann hefur ráðist í að láta fjölrita smáleikrit einmitt í ÞV1 augnamiði að fá leikfélögum og öðrum samtökum um allt land nokkurt safn leikrita upp í hendur til að moða úr. Eru þegar komin út ein 10 slík smáleikrit, en ve' sé Alfred fyrir dugnað hans og framtakssemi. L. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.