Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Síða 90

Eimreiðin - 01.04.1946, Síða 90
154 LEIKLISTIN EIMREIÐIN rúmslofti, er það nærri því hress- andi að líta inn í Fjalaköttinn. Skepnurnar undir fjalakettinum eru engir stórgripir að þessu sinni, vart annað en nokkrar blá- og brúneygðar mýslur, yfirfallnar af timgunartilhneigingum á fyrsta stigi, við og við truflaðar af ung- gæðingslegri brennivínsástríðu. Allt í allt heldur ófétleg mynd af frístundalífi æskulýðsins, til við- vörunar, ef sönn reyndist, og eitt- hvað er verið að tæpa á því í blöð- unum. Gallinn á þessari revyu, eins og svo mörgum öðrum, er sá, að réttirnir eru bornir í trogi á dúklaust borð fyrir áhorfendur, og þeim, veskú, sagt að taka til sín af hráu, soðnu og hálfsoðnu. Það væri ekki svo vitlaust að slá upp í Aristófanes og lesa á sig nokkrar revyur hans, áður en næst er boðið til borðs í Iðnó. En það má Fjalakötturinn eiga, með H. Á. S.-buxnateknik, „upplyft- ingu“ leikstjórans og vísum Tóm- asar, að allt er selt með ófölsuðu vörumerki, engin fyrsta flokks framleiðsla, en heldur ekki upp- strokkað tilberasmjör í rósóttum umbúðum. Þess vegna er upplyft- ing í Upplyftingu þrátt fyrir allt. Við og við getur maður leyft sér þá ánægju að sjá sjónleiki utan Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar, en þangað er jafnauðvelt að sækja sjónleiki og rétt innanbæj- ar. Leikfélag Eyrarbakka hefur tekið sér fyrir hendur að sýna gamanleikinn Kappar og vopn, eftir Bernard Shaw. Sem þýð- andi leiksins var ég kvaddur til ráða á aðalæfingu, kom þangað sem gagnrýnandi með svipuna á lofti, fór sem hver annar áhorf- andi, sem gert hefur sitt gagn með nærveru sinni og lófataki. Það er vissulega annálsvert og góðra gjalda, þegar umkomulítið leikfélag ræðst í að sýna sjónleik, sem rís þó nokkuð upp úr flatn- eskjunni, og in casu er það merki- legt, hve lítt vanir leikendur kom- ust langt með gott verkefni. Það er enginn áróður fyrir þetta ákveðna leikrit, þótt ég segi, að þetta sé eftirbreytnisvert. Leik- félög úti á landi eru alltaf í nokkrum vanda stödd um verk- efnaval, og er þeim vorkunn þótt þau velji ekki alltaf af betri end- anum í því verkefnahraki, sem hér er. I þessu sambandi vil ég benda á úrlausn, sem Alfred Andrésson, leikari, hefur fundið, þar sem hann hefur ráðist í að láta fjölrita smáleikrit einmitt í ÞV1 augnamiði að fá leikfélögum og öðrum samtökum um allt land nokkurt safn leikrita upp í hendur til að moða úr. Eru þegar komin út ein 10 slík smáleikrit, en ve' sé Alfred fyrir dugnað hans og framtakssemi. L. S.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.