Eimreiðin - 01.01.1947, Blaðsíða 50
30
MAMAJ
eimreiðin
var fertugur, var liann orðinn sköllóttur og vann í vátryggingar-
skrifstofu, og m'i var það konan hans, sem dekraði við hann og
mataði, en sjálfur lá liann í bókum.
Manntetrið gleypti nú í sig eina skeið af súpu — eins og dreypi-
fórn á altari Buddlia —, en áður en varði liafði liann gleymt
forsjóninni með giftingarhringinn og tekið að strjúka með barns-
legri viðkvæmni nm blöð bókarinnar, eins og hann væri að
þreifa á bókstöfunum. „Nákvæmlega eins og frumútgáfan .. .,
með leyfi frá ritskoðuninni upp á vasann ...“, tautaði liann, og
mikið var nú T-ið með gamla letrinu fallegt á að sjá með
sínum þreniur litlu leggjum, já, það má nú segja!
„En Petenka minn, livað gengur eiginlega að þér! Ég æpi og
lirópa, og þú hugsar ekki um annað en bókina . .., heyrirðu ekki,
að það er verið að berja að dyrum?“
Pétur Petrowitscli þaut fram í ganginn. Við dyrnar stóð félagi
Malafejew með gleraugnn á nefbroddinum.
„Jelisej Jeleseitsch biður að skila livort þér viljið gera svo vel
að koma á fund nndir eins“.
„Ó, ó, ég sem sat með bókina mína! Hvað gengur nú á?“ Það
var grátstafnr í rödd litla sköllótta mannsins, en hann fékk ekk-
ert annað svar en það, að liann ætti að mæta undir eins -— og
klefahurðin lokaðist, en gleraugun héldu áfram ferð sinni.
Það ]á í augum uppi, að eitthvað var að á skipinu. Kannske
var nú búið að taka skakka stefnu? Kannske var kominn leki
í lestina, svo að hafsjór götunnar streymdi inn? Það var bankað
í ofboði á klefadyr uppi, ýmist til hægri eða vinstri, og hvísl
og hljóðskraf barst um dimma ganga og stiga. Fólk heyrðist
hlaupa í ósköpum ofan stigana og safnast inn í samkomusalinn.
Gipsloftið í salnum lmldist brátt voveiflegum tóbaksskýjuni.
Skuggaleg þögn grúfði yfir salnum, en þó var sem falinn eldur
snarkaði undir, og öðru hvoru rauf lágt livísl kyrrðina.
Svo sveiflaði Jelisej Jelisetscli litlu bjöllunni, lmyklaði brýnnar
álútur — og það var eins og brakaði í lierðum hans undan
farginu, sem á honum livíldi, þegar liann tók til máls:
„Herrar mínir og frúr! Ég lief fengið áreiðanlegar fregnir uin,
að hér eigi að fara fram húsrannsókn í nótt“.
Kliður fór um salinn, stólum var kippt til, og eitt og eitt höfuð
teygði sig upp úr þvögunni, eða þá liringskreyttur fingur, eða