Eimreiðin - 01.01.1947, Blaðsíða 58
38
MAMAJ
eimreiðiN
Það drundi í lionum eins og gamalli standklukku, áður en hún
slær tólf. Hann dró djúpt andann, hlustaði, læddist svo að skrif-
borðinu, þar lá pappírshnífurinn. Svo skoppaði liann á hnjánuni
út að þrepskildinum eins og tilberi. Hann skalf eins og hann hefði
liitasótt, og ískaldir svitadropar settust á skallann á lionum. Svo
lijó liann rýtingnum inn nndir fjalarbrúnina, lyfti lienni upp —
en um leið kvað við hátt og skerandi örvæntingaróp, sem berg'
málaði um alla íbúðina.
Buddha kom undir eins stikandi inn úr eldhúsinu til þess að
sjá hvað á gengi. Fyrir fótum sér sá lnin kúptan skalla og undir
þeirri kúpu samanlinipraðan álf með
luu'f í liendi, en þar fyrir neðan í
gólfinu nokkrar bréfatægjur, sem að
mestu voru orðnar að dufti.
„Fjögur þúsund rúblurnar! ... Það
er músin, sem liefur étið þær! Þarna
er liún! Þarna!“
Grimmur og blóðþyrstur, eins og
feður lians í fornöld, æddi Mamaj á
eftir músinni og reiddi vopnið til
höggs. Músin hafði í skelfingu sinni
komizt bak við hurðina. En það dugði
henni ekki hót, dagar hennar voru
taldir. Það fór eins og Osip sagði: Mamaj lét sér ekki fyrir brjósti
hrenna að drepa, þegar út í það var komið. Og þarna lá nú
músin steindauð í blóði sínu. Um leið og litla dýrið var rekið í
gegn, fylgdi Mamaj svo fast á eftir laginu, að hnífsoddurinn
stóð fastur í liörðum gólfviðnum.
Þannig lauk atlögu lietjunnar, sem þyrsti í blóðuga liefnd.
(Lauslega þýtt úr ,,Cavaleade“)-
Finnlancl og fórnir þess.
Finnar liafa orðið að láta af liendi við Rússa yfir 12% af landi sínu. Af
420.000 Finnum, sem útlu heima á þessu svœði, hafa aðeins tæplega 1000 manns
tekið heldur þann kostinn að sitja kyrrir og gerast þegnar Rússlands, heldur
en að flvtja hurt og halda áfram að vera finnskir þegnar. — A 8 árum verða
Finnar að greiða Rússum í stríðsskaðahælur um 2000 milljónir króna virði í
vörum. (tír „Reader’s Digest“, marz 1947).