Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 34

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 34
22 ÆSKULINDIN F.IMREIÐIN jafnvægi í lögun, línum, litum og hreyfingum. — Hvílíkt geisl- andi augnakast í gleði og hrifningu. 1 konunni hefur skaparinn losað fegurstu blómjurtina og léð henni vængi. Því er hún veik, mitt í veldi sínu. Hún þarfnast verndar, skjóls og öryggis. Og í því tilefni leitar hún til manns- ins. En þegar hún er komin í vígi sitt, er hún óvinnandi borg. Og hún er duttlungafull eins og veðurfarið. VI. Konan er dýrasta perlan í ríki riddarans. Hún getur verið hraust og hugprúð, engu síður en hann. Já, engu síður en sjálfur Frelsarinn, er fórnaði lifi sínu fyrir andlega frelsið í sannleik- anum. Blandína fagra, brúður Krists, gaf honum sjálfum ekkert eftir að hreysti og hugprýði. Þetta gerðist á fyrstu árum kristninnar. Kristur sjálfur hafði þá verið líflátinn, og öll hugsanleg ráð upp- fundin til að þurrka út öll hans áhrif. — Ríki Rómar spannaði þá öll vesturlönd, eða „heim allan“, er svo var þá kallað. Kristnin var ískyggilega ísmeygilegur fleygur, er orkaði innanfrá, að allt Rómariki skalf og nötraði fyrir þessu ósýnilega valdi, er virtist orðið geta óviðráðanlegt, ef það næði til fjöldans. Veraldleg áþján og andlegt frelsi hafa ætíð átt erfiða samleið. Blandína fagra var flutt til Rómar frá Palestínu ásamt öðru kristnu fólki, er kvelja skyldi til bana til skemmtunar fyrir lýð- inn í þjóðarleikhúsinu, hringsætablóthöllinni miklu — Colos- seum. * * # Blandinu fögru er svo lýst, að hún hafi verið mjög veikgerð og feimin, en virtist þó hafa næsta ofurmannlegt persónulegt töfravald. 1 fyrstu var því ákveðið að hlífa henni. Henni voru sýnd pyndingartækin og boðin beztu gjaforð innan Rómaríkis, landshöfðingja eða aðalsmann, ef hún opinberlega vildi afneita kristninni og blóta. Hún hafnaði því boði. Fundizt hafa skráðar samtímaheimildir, er skýra frá þessu. Merkustu sagnfræðingar veraldarsögunnar hafa viðurkennt og staðfest, að gögn þessi séu upprunaleg og ófölsuð. Þar segir svo:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.