Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 40
28
ÆSKULINDIN
EIMREIÐIN
í gegnum, til þess að geta öðlazt fallega stúlku. Og í biblíu elsk-
endanna er hið sama skráð á öllum tungum meðal allra þjóða:
Ung og fögur kona berst um bárur hversdagsannanna eins og
söngvar ómi í sál henni. Svallbræðurnir þagna, er hún kemur
í námunda við þá. Grátnu andlitin hýrna, er hún kemur inn
úr dyrunum. Sjúklingurinn gleymir þjáningunum, er hún hrærir
hann hendi. Fátæklingurinn verður auðmaður, er hún stendur
í hreysi hans. Enginn matur er svo óbreyttur, að hann verði
ekki lostætur, er hún sezt líka að borðum. — Og einu gildir
hvort klæði hennar eru rauð eða hvít eða blá, — alltaf anga þau
af hvítu líni. —
Ungri mey fylgir jafnan ósýnileg dís, sem lagar á henni hárið,
kýs lit á kjólinn hennar og klæðir hana. Mistakist kjóllinn eitt-
hvað, verður allur búningurinn bara að nýju augnayndi. Setji
hún upp hattinn í flýti, fer hann betur en nokkra tízku getur
órað fyrir.“
Og fallni riddarinn hafði ennfremur sagt honum: „Fallir þú
í einvígi, en þó svo, að þú súpir eigi dauðann, þá far þú til Perl-
unnar frá Toledo. Þú finnur hana í mynni Þagnardals!“
Að því mæltu andaðist særði riddarinn.
m * *
Og nú, er ungi riddarinn var heill að verða og eldur æða hans
að renna í fornan farveg, þá kraup hann á kné og kyssti hönd
hennar: „0, þvi fagra blæjubrúður! 0, þú dásamlega dís! Seg
mér, aumum riddara, þú góði græðari og ljúfi lífgjafi! Seg mér:
Er þú Perlan frá Toledo?“ — Og konan fagra með blæjuna
svaraði í sínum fagra og látlausa róm: „Ung var ég nefnd því
nafni, — óvíst hvort svo er enn.“
Og riddarinn rétti fram gildan sjóð, því nú var hann heill og
gróinn sára sinna, en Perlan fagra hreyfði eigi hönd sína og
snerti eigi sjóðinn. Og riddarinn bauð fram miklu meiri sjóð. En
mærin fagra mælti: „Hir'S eigi um.... Hönd mín kann aS
grœSa sár þau, er riddari minn veitir.“
Og hann minntist við mærina fögru, að hún vildi unna hon-
um þess, að hann mætti líta andlit hennar óhjúpað, svo hann
gæti geymt auglit hennar og ásjónu í þakklátum hug og hreinu
hjarta; að hann gæti þekkt hana aftur og minnst hennar hvar