Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 60

Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 60
48 VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR EIMREIÐIN MANNA. ÁSKILJUM OKKUR RÉTT TIL ÞESS AÐ NEITA AFGREIÐSLU. Hann brosti og klappaði saman lófunum. Spor- vagnarnir fengu nú ný spjöld til leiðbeiningar fyrir farþegana: HVÍTIR: INNGANGUR BAKATIL. Bíóin og leikhúsin fylltust af hlæjandi mannfjöldanum, sem strengdi kaðla til og frá um salina, konurnar stóðu og horfðu á aðfarirnar, en börnin voru lokuð inni til þess að flækjast ekki fyrir. „Eru nú allir viðbúnir?“ hrópaði Willie Johnson, „nú kemur hún,“ og allir litu til himins. Hátt uppi sást fjólublá eldfluga á mikilli ferð. Hún virtist draga á eftir sér eldhala og var mjög skrautleg og fögur á að líta. Hún fór nokkra hringi og lækkaði sig stöðugt. Allir héldu niðri í sér andanum. Eldflugan lenti. Það kviknaði hér og þar í grasinu á vellinum, en slokknaði jafnharðan aftur. Eldflugan lá kyrr. Fólksfjöldinn stóð grafkyrr. Hurð var opnuð og gamall maður kom út. „Hvítur maður, hvítur maður,“ var hvíslað manna á milli. Enginn hreyfði sig. Hviti maðurinn var hár og beinvaxinn, en andlitið var þreytu- legt. Hann var órakaður og augun virtust einkennilega liflaus. Hann rétti snöggvast fram höndina, en kippti henni fljótlega að sér aftur. Um leið og hann leit yfir hópinn, hóf hann að tala. Röddin var þreytuleg, hljómlítil og ellileg. „Það skiptir litlu máli hver ég er. Nöfn eru svo lítils virði, og ég veit heldur ekki hvað þið heitið. Við tölum um það síðar.“ Hann lokaði augunum litla stund og hélt svo áfram: „Fyrir tuttugu árum yfirgáfuð þið Jörðina. Það er langt síðan, hræðilega langt. Það gætu alveg eins verið þúsund ár, svo margt hefur skeð. Eftir burtför ykkar byrjaði stríðið. Hið mikla strið. Hið þriðja. Það stóð lengi, því lauk í fyrra. Við höfum sprengt allar stórborgir Jarðarinnar. Við höfum eyðilagt New York, London, Moskvu, Shanghaj, Bombay og Alexandríu. Allt saman eyðilagt. Og þegar stórborgirnar voru úr sögunni, kom röðin að þeim smærri, þær voru brenndar með atomsprengjum.“ Og þannig hélt hann áfram að telja upp bæ eftir bæ, og fólkið hlustaði á með eftirvænting og skelfing. „Við eyðilögðum Natchas, Columbus, Atlanta, Greenwater. Við brenndum New Orleans, Georgia, Alabama, allt var sprengt,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.