Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 67
eimreiðin
FIMMTlU ÁRA MINNING
55
líka, hvað mér þótti mikið koma til Matthíasar í ræðustólnum,
hafði ekki séð hann fyrr. Það lýsti af persónunni, og ræða hans
var flutt af mikilli andagift. Sálmurinn eftir hann: „Faðir and-
anna“ mun hafa verið sunginn við aldamótaræðuna og „Ó, guð
vors lands“. Þessi lög voru sungin, auk þeirra er áður var getið:
óft finnst oss vort land eins og helgrindahjarn, Þú vorgyðjan
svífur, Þú bláfjalla geimur, allir textamir eftir Steingrím Thor-
steinsson, Eitt er landið ægi girt og Enn er lítil lands vors saga,
báðir textar eftir Matthías, bæði lögin nýsamin af Bjarna Þor-
steinssyni, og þótti mikill fengur fyrir þá, sem söng unnu, Þér
risajöklar eftir Kreuzer, Ó, undur kyrrð eftir Mendelsohn. Sumt
af þessum lögum var sungið eftir að ræðuhöldunum lauk, til
skemmtunar fyrir fólkið, og fleiri lög, sem ég er búinn að gleyma.
Ekki er vafi á því, að eftir nútíma mælikvarða hafi margt mátt
finna að þessum söng. En eitt er víst, að hann var frjáls, náttúr-
legur og ríkur af hrifni þessa tækifæris. Það kom öllum saman
Urn, er þama vom. Margir, er á hlýddu og er nú orðið eldra fólk,
hafa sagt við mig löngu seinna, að aldrei gleymi þeir söngnum á
aldamótahátíðinni á Ljósavatni. Ég segi frá þessari umsögn hér,
enda þótt ég eigi að nokkru hlut að máli. — Hestar voru reyndir,
glímur og fleiri íþróttir þreyttar.
Það má fullyrða, að héraðshátíð þessi fór í alla staði vel fram,
var vel skipulögð og náði tilgangi sínum. Fjöldi fólks og margir
lengra að sóttu samkomuna, líklega um eða yfir hálft annað þús-
und. Má nærri geta, að þar sem flest þetta fólk kom ríðandi á
hestum — annað farartæki var þá ekki til, þá hafi hestarnir verið
^nargir. En þeir voru teknir af vissum mönnum til geymslu í
fjallinu fyrir utan og ofan bæinn. Mér er í minni, þegar allur
hópurinn var rekinn heim um kvöldið, þá var komin dimm þoka,
hestarnir hneggjuðu mikið, voru þá að leita hver að öðrum, þar
sem þeir höfðu aðskilizt í þokunni og þvögunni. Má nærri geta,
að fyrirhafnarsamt hafi verið fyrir fólkið að finna hver sinn reið-
skjóta og söðul, þó held ég, að flestir hafi fundið sitt að lokum.
Veitingar, sem þau hjónin Bjöm Jóhannsson og Kristín Bene-
hiktsdóttir önnuðust, fóru fram inni í íbúðarhúsinu.
Mynd sú, sem hér er dregin upp af aldamótahátíðinni á Ljósa-
vatni fyrir 50 árum, þykir nútíma fólki kannske ekki þess verð,
að rifjuð sé upp. En gætum að því, að tímarnir þá voru að svo
^örgu leyti gjörólíkir því, sem nú er. Ég hygg, að unga fólkið,
sem nú er að alast upp, með þeim mörgu og góðu skilyrðum, sem
Því er lagt upp í hendumar til mennta og frama, hafi litla