Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 86

Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 86
74 RITSJÁ EIMREIÐIN unnar gerast. Hér virðist fulllangt gengið — í skáldsögu — um ætt- færslur og deili á mönnum, sem sum- ir hverjir koma annars sáralítið við sögu. „Haustið 1886 kvæntist Bjarni Jakobinu Hafliðadóttur frá Sörlatjörn í Ármóðsdal, en þau voru þremenn- ingar í móðurætt beggja.“ Þessi fiá- sögn á bls. 61 er eitt dæmi af mörg- um um nákvæmnina. Höfundurinn semur sig í þessu að sið hinna fornu skrásetjara íslendingasagna, og verð- ur að vísu ekki annað sagt en að fyrirmyndin sé góð. Þetta verður að nægja um ytra mn- hverfi sögunnar, enda eru það sjólfir atburðir hennar og þó einkum verk- anir þeirra atburða á aðalpersónum- ar, sem mestu varða. Hvernig tekst höfundinum að leysa þau viðfangs- efni, sem hann hefur valið sér? Bók hans stendur eða fellur með svarinu við þeirri spumingu. Og svarið verð- ur, að honum hafi tekizt þetta með ágætum. Kristinn Þorsteinsson, ungi maður- inn, sem verður Magnúsi Steingríms- syni, aðstoðarpresti föður síns að Völl- um, að bana í sjálfu brúðkaupi hans, og brúðurin, Steinunn Bjarnadóttir i Tungu, eru aðalsöguhetjurnar, og um þau tvö snúast atburðir sögunnar, ytri sem innri. Brúðurin hefur í fljót- ræði lofazt brúðgumanum, þó hún unni Kristni einum. Og þegar hann hefur framið sitt vofeiflega verk, er það hún, sem undirbýr flótta hans, hjálpar honum af stað, leggur á ráð- in um, hvernig hann megi komast undan refsivendi réttvísinnar úr landi til Noregs. „Þeim var ekki skapað nema að skilja", og varla sjálfrátt hvernig hún hrapar að því ráði að heitbindast Magnúsi, sem er heldur óglæsilegur frá höfundarins hendi. Ef brúðguminn hefði verið heillandi, var hughvarf hennar skiljanlegt. En svo er ekki í sögunni, og svo er ekki allt- af í lifinu, að rökin ráði fremur en tilviljunin, sem vér köllum svo, duttl- ungafull, óskiljanleg, óskýranleg út frá öllum þekktum forsendum. Flótta Kristins lýkur með óvæntum hætti, því hann verður veðurtepptur í gangnakofa á heiði uppi og gistir þar í tvö dægur. En á þessum tíma verður honum ljós staða sín í lífinu, að hann verður að taka út sín laun. „Þótt mér tækist að flýja undan refs- ingunni, tækist mér aldrei að flýja undan því, sem ég hef gert. Og til hvers væri þá flóttinn? Ég hef orðið manni að bana. Ég óska eftir refs- ingu minni. Ég vil fá að bera sök mína“ (bls. 234). Þannig farast hon- um orð við þá feðga, Bjarna hrepp- stjóra, föður Steinunnar, og Gunnar, son hans, sem hafa verið að leita hans, en vilja þó í hjarta sínu koma honum undan. Þessi sinnaskipti Kristins Þorsteins- sonar í fjallakofanum eru þunga- miðja sögunnar, miklu fremur en óhappaverkið heima á Völlum. Hér uppgötvar hann þann nakta sann- leika, að það getur enginn maður létt sök af neinum. Mennirnir verða að bera ábyrgð á sjálfum sér, tilfinning- um sínum, orðum og gerðum. Ábyrgð- in er óumflýjanleg, hvaða ráð sem reynt er að grípa til, svo að komist verði undan henni. Um leið og Kristni verður þetta ljóst, er ferill hans ákveðinn. Hann hverfur aftur, þolir dóm sinn, tekur út refsingu sína í hegningarhúsinu í Reykjavík, þriggja ára fangelsisvist, þar sem rétt- urinn kemst að þeirri niðurstöðu, að um óviljaverk hafi verið að ræða. En eftir það dvelur Kristinii á öðru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.