Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1955, Side 26

Eimreiðin - 01.04.1955, Side 26
TVÖ KVÆÐI eimre®1’’ Heimspeki hjartans. Ef sál þín er annaS hvort sjúk af þrá eða sœrð af máttvana trega, líttu í harm þinn og leitaSu þá hins li'öna og ógleymanlega, því fjarlœgöin gerir fjöllin blá og færir til betri vega. Minningar áranna marka sín spor í mannanna svip og hjörtu. Sumar þig minna á síungt vor, á sólskinsmorgnana björtu. Aörar þér beiula á örlaga skor, ógnandi myrkrin svörtu. Þœr streyma um hugann sem straumþungt fljóí• Þær steöja aö hvaöanæfa. Ein þeirra minnir á öldurót úfinna, trylltra sæva. Önnur er blíö sem ástarhót, ólögin fús aÖ svœfa. Geymd er hver minning um gleöi og sorg, grópuö í hjartans innum. En hrópum ei út yfir heimsins torg þann harm, sem við dýpstan finnum. Á rústum draumanna reisum við borg úr reynslunnar dýru kynnurn. En vökum og kyndum varöelda þá, veginn svo aörir greini. Barnið í sál þinni bœgi þér frá áö blindast af vanans meini. Hinn sárasti harmur er harmurinn sá, aö hjarta þitt verði að steini. Þorbjörn Magnússon.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.