Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1955, Page 30

Eimreiðin - 01.04.1955, Page 30
102 RAGNAR LUNDRORG eimreiðiN Sumarið 1907 kom Friðrik Vm. til íslands og „millilanda- nefndin" var ráðin. En af Dana hálfu hafði Knud Berlin verið settur til að hrekja kenningar Jóns Sigurðssonar og Ragnars Lundborgs. Þar sem Knud Berlin kunni þá ekkert í íslenzkU og gat aðeins lesið það, sem skrifað hafði verið um málið a dönsku, þýzku og ensku, var með leynd settur honum til að' stoðar Kr. Kálund. Er Millilandanefndin kom saman í Khöfn 1908, var útbýt1 meðal nefndarmanna hinu nýútkomna þýzka riti Ragnars Lund- borgs. íslenzku nefndarmennirnir höfðu náið samband við Lund' borg, og því hljóta þeir að hafa vitað um það, að heimsfrægur maður, Franz von Liszt, hafði fallizt á kenning Lundborgs ulTI fullveldisréttindi Islands, því v. Liszt tilkynnti Lundborg þetta strax í bréfi. Er íslenzku nefndarmennirnir höfðu haldið fran1 fullveldisrétti íslendinga í nefndinni, voru fræði Berlins (og Ka' lunds), undir nafni Berlins eins, lögð fyrir nefndina. Er ,,uppkastið“ hafði verið birt, reit Lundborg um það tvffr ritgerðir: „Det dansk-islándska unionsförslaget" (sérprentun)’ Uppsala 1908, og „Dansk islándska unionen" (sérprentun úr Fins*' Tidsskr.), Helsingfors 1908. Skoðun Lundborgs var sú, að þ°tt uppkastið yrði samþykkt, myndi Island halda fullveldi sínu, eí] komast í málefnasamband við Danmörk. En vildu menn ganga að þessu, yrði samt að breyta ýmsu í uppkastinu. Er því hafð* verið lýst yfir af hálfu Dana, að engin efnisbreyting, er naál' skipti, gæti fengist, og Knud Berlin hafði í ritgerðum túlk^ það gleiðhlakkalega, að íslandi væri samkvæmt uppkastinu ®tl- að að vera hjálenda Danmerkur, en íslendingar höfðu efndi* Dana á framkvæmd stjórnarskrárinnar frá 1874 sér til skilu' ingsauka, var afstaða Lundborgs til uppkastsins ákveðin. Au^ þess að láta í ljósi sína eigin skoðun, útvegaði hann álit ser' fræðinga um uppkastið, er voru birt, og átti því drjúgan þátt 1 kosningasigrinum haustið 1908. Nú var Knud Berlin aftur settur í vinnuna af hálfu Dana, út kom frá hans hendi 1909 fyrri hluti allmikils rits: Island5 statsretlige Stilling (Ríkisréttarstaða ísiands). Með riti þessu villti Berlin alveg á sér heimildir hér heima. Heiðarlegir og hrekk' lausir fræðimenn hér heim, eins og til dæmis Björn M. ÓlseU’ gátu, þrátt fyrir miklar gloppur, villur og vitleysur Berlins °* hóflausar ranghverfingar hans, ekki annað en viðurkennt kunu' áttu hans í íslenzku og fomum heimildum. En skýringin á þessu var sú, að Berlin hafði Kálund, er lengi var styrkþegi Árna

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.