Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Side 31

Eimreiðin - 01.01.1969, Side 31
BLÖÐIN, SAGAN OG SAMTÍÐJN 1B þjóðlífið sjálft og breytingar þess og að sumu leyti ný tækni, ný fréttaöflun og nýtt efni útvarpsins. Blöðin hafa erlend sambönd og alþjóðlegri útsýn meiri en áður. En þau liafa samt á sér margt af gömlu og séríslenzku svipmóti, þau eru persónuleg og yfirgnæf- andi pólitísk, margt efni er persónulegt, eins og furðulega mikil eftirmæli, eða bókmenntalegt og listrænt efni. Margir hafa gaman af því að gagnrýna blöðin, ekki síst málfar þeirra og má oft til sanns vegar færa. Of lítil málþekking eða ekki nógu örugg máltilfinning spillir góðum greinum og forvitni- legum fréttum, þó að oft séu blöðin líka létt og vel skrifuð og nýr blaðastíll eða tilraunir til hans geri vart við sig. Blöðin eru vakandi og á verði fyrir fólkið eða fyrir flokka sína. Hér eiga stjórnmála- flokkar mörg stærstu blöðin, og þykja þau stundum fremur túlka þeirra sjónarmið en hug almennra lesenda sinna, eins og mjög hefur farið í vöxt að erlend blöð geri, sem mest eru háð lesendum, ef ekki er um beina stjórnvaldaútgáfu að ræða. Hlutur almennings í íslenzkum blöðurn hefur þó farið vaxandi á tilteknum sviðum, með alls konar aðsendum greinum um daglegt h'f og dagieg hags- munamál. Stjórnmáladeilur og skammir eru enn talsvert fyrirferða- miklar. Það er gamalt íslenzkt einkenni og veldur hver á lieldur hversu um það er. Menn hafa hér lengi verið ósparir á stór orð um andstæðinga sína og er máske einnig forn arfur. Blöðin hafa nú lengi haft heimild prentfrelsisins til þess að kasta eldibröndum sínum, en sú var tíðin að þau þurftu að berjast nokkuð fyrir ritfrelsi sínu og er tilvera þeirra ekki síst undir málfrelsinu komin. Afstaða blaðanna hefur breytzt mikið á seinustu áratugum, efni þeirra og tæknibúnaður og flest orðið umfangsmeira og örara en áður var og stórauknar auglýsingar setja svip sinn á þau. Það, sem kalla má bókmenntalegt gildi dagblaðanna er oft rninna, en var í gömlu vikublöðunum. Það á samt sjálfsagt eftir að sýna sig, að blöðin verða söguheimildir, sem reyndar þarf að nota með athygli og varkárni, og þau verða náma til fróðleiks um þjóðlíf og persónu- sögu. Hitt vitum við nú ekki, hvernig blöð framtíðarinnar líta út. Prentlistin gerbreytti mörgum menntamálum og áróðri. Hún er mesta lýðræðislist eða tækni, sem upp liefur verið fundin og dreifði til almennings mörgum verðmætum, sem áður voru séreign fárra manna. Samt er enn ekki helmingur fólks í heiminum læs, en því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.