Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 35
Kristján Jónsson
1842-1869
Eftir
Björn B. Jónsson
Kristján Jónsson Fjallaskáld fæddist i Krossdal í Kelduhverfi 21. juní 1842 og
andaðist á Vopnafirði 8. marz 1869. Um þessar mundir eru því rétt hundrað ár
liðin frá dauða hans, og í því iilefni birtir Eimreiðin eftirfarandi ritgerð um Krstján,
eftir bróðurson hans, séra Björn B. Jónsson, sem presiur var í Minnesota, en inn
■ þessa ritgerð er felld merkileg frásögn um æsku Kristjáns eftir einkabróður hans,
Björn Jónsson, föður séra Björns. Mun þetta vera ein bezta og gleggsta samtíma-
lýsing, sem nú er til um æsku Kristjáns Fjallaskálds og þau kjör, sem hann átti við
að búa. Ritgerð þessi birtist aftan við útgáfu á Ijóðmælum hans, er gefin voru út
i Washington árið 1907, og mun sú bók
Til eru tvenns konar tegundir
blóma — ræktuð blóm og villt
blóm. Ræktuðu blómin eru í
húsum og blómsturgörðum. Þau
eru ræktuð af mönnum, sett nið-
ur eftir föstum reglum og standa
í ákveðnum röðum. Villtu blóm-
in vaxa úti á víðavangi, ekki eft-
ir föstum reglum, ekki í ákveðn-
urn röðum, heldur eins og nátt-
úran býður þeim.
Til eru tvenns konar tegundir
vera í fárra höndum.
fugla — t a m d i r fuglar og v i 111-
ir fuglar. Tömdu fuglarnir halda
sig fyrir innan skorður þær, sem
mennirnir hafa sett þeim. Þeim
er sumum kennt að tala orð og
syngja lög. En þeir syngja ávallt,
eins og þeim hefur verið kennt
að syngja. Villtu fuglarnir eru
óbundnir við form og reglur.
Þeir fljúga svo hátt og svo langt
sem þeim þóknast. Þeir livíla sig
á þessum kvistinum í dag, en á