Eimreiðin - 01.01.1969, Page 49
LISTAMENN, GUÐSTRIJ
OG GAMALT FÓLK
Eftir
Skúla Guðjónsson, Ljótunnarstöðum
Það var um mánaðamótin
janúar-febrúar, að útvarpið flutti
þá fregn, að lokið væri úthlutun
listamannalauna.
Mig minnir, að í fyrnefndri
útvarpsfrétt hafi verið upptaldar
eitthvað milli áttatíu og níutíu
listamannasálir, sem fundu náð
fyrir augliti nefndarinnar og
hrepptu nokkra umbun verka
sinna. Auk þeirra eru svo nokkr-
ar aldnar heiðurskempur komn-
ar á föst eftirlaun hjá ríkinu, eft-
ir langt og giftudrjúgt starf í
þágu listarinnar.
Auk þess hafa menn fyrir satt,
að til sé í landinu fjölmennur
hópur fólks, sem fæst við ýmis
konar listir, en hefur enn sem
komið er, ekki náð svo langt í
sinni mennt að ástæða þyki til
launa af almannafé.
Að öllu þessu athuguðu liggur
sú ályktun nærri, að eitthvað
skorti fremur í þessu landi, en
Hstamenn.
I annan stað skýtur þeirri
hugsun upp hjá okkur, að lista-
mannshugtakið sé notað í mjög
víðri merkingu á hinum síðustu
dögum og jafnvel svo, að jaðri
við hreint gáleysi.
Hver ákveður, hvenær venju-
legum manni, skuli breytt í lista-
mann? — Er það hluteigandi
sjálfur? Eru það hinir, sem fyrir
eru í listinni, sem segja: — Nú
ert þú orðinn einn af oss?
Er það almenningsálitið, fjöl-
miðlunartækin, eða einhverjir,
sem hafa þjálfað sig í að dæma
um list?
Hver ákveður mörkin milli
skálds og liagyrðings? — Hvar
eru mörkin milli þess, að vera
þokkalega sendibréfsfær og
hins, að vera rithöfundur?
Myndi ekki margur rithöfundur-
inn láta sér fátt um finnast, ef
einhver tæki upp/á því, að kalla
Björn gamla Eysteinsson — rit-
höfund og myndi hann sjálfur
ekki snúa sér við í gröfinni, af
hneyzlun og undrun, ef einhver
leyfði sér slíkt? Þó segir Sigurður
Nordal, að sjálfsævisaga hans sé