Eimreiðin - 01.01.1969, Page 53
USTAMEN.X, GUÐSTRÚ OG GAMALT FÓLK
35
Hinu er þá jafnan gleymt, að
þá átti þjóðin gjaldeyrisvarasjóð,
— miklu öflugri en þann, sem
henni tókst að nurla saman á
undangengnum góðærum. — Sá
sjóður var að vísu — yfirtak langt
bak við ömurleik hungurs og
sorgar, — en hann var eigi að
síður á vísum stað — í hinni
himnesku borg. í þann tíð lifði
fólkið ekki í trú, heldur í óvé-
fengjanlegri vissu um, að þegar
það kæmi til hinna himnesku
tjaldbúða, rnyndu allar þess þarf-
ir verða ríkulega uppfylltar.
A þeim dögum stjórnaði guð
veðráttunni milliliðalaust, en
hafði ekki fengið hana í hendur
náttúrulögmálunum. Þess vegna
gerði hann oft fyrir bænarstað
mannanna, skyndilega breytingu
til batnaðar á veðurfari og bjarg-
aði þeim þar með frá bráðum
dauða.
FjaiTÍ fer því, að ég vilji gera
h'tið úr trú og kristnihaldi líð-
andi stundar. — Við eigum mynd-
arlegar kirkjur, sem teygja turna
sína upp í himinblámann. Við
eigum ágæta, áhugasama presta,
sem boða okkur lífernisbót og
trú á annað líf, af áhuga og kost-
gæfni. Við eigum ýmsa áhuga-
sama sálarrannsóknarmenn, sem
hafa gert athyglisverðar athugan-
ir, er bsnda til þeirrar áttar, að
eittbvað búi á bak við hinn efn-
islega heim.
En þrátt fyrir allt þetta, er guð
ekki sá sami og hann var á dög-
um Hallgríms Péturssonar. Hann
er ekki lengur lífsvonin eina, —
heldur eitt af mörgum þægind-
um, sem við viljum ekki án vera,
eins og til dæmis rafmagn, sjón-
varp, sjálfvirk þvottavél, teppa-
lögð íbúð og fleira þess háttar.
í annan stað ber þess að gæta,
að við höfum ekki þá þolinmæði
til brunns að bera, sem forfeðr-
um okkar og formæðrum var gef-
in. — Þau kunnu að þreyja Þorr-
ann og Góuna. — Og, ef ekki
varð hjá því komist að deyja úr
hungri, gerðu þau það án þess að
mögla, af því að þau vissu — að
allt, sem þau höfðu farið á mis
við hér í táradalnum beið þeirra
liandan grafarinnar.
Nú myndu ef til vill einhverj-
ir segja, að hér væri verið að fara
með dár og spé, — en slíkir
myndu mæla af mikilli vanþekk-
ingu. — Við, sem komin erum á
efri ár, höfum öll þekkt fólk, sem
gat tekið hverju, sem að hönd-
um bar án þess að mögla, af
því, að það vissi, að allt, sem
gekk andsælis fyrir því hérna
megin grafarinnar, myndi það fá
margfaldlega endurgoldið, þegar
yfir landamærin kæmi. — Myndi
nokkur atvinnulaus verkamaður
eiga slíka trú, að hann geti sætt
sig við atvinnuleysi sökum þess,
að úr því yrði bætt þegar yfir um
kæmi?, — eða myndi nokkur
launamaður sætta sig viðvísitölu-