Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 59
Islenzk skólalöggjöf og skólastarf
Eftir
dr. Gylfa Þ. Gíslason, menntamálaráðherra
Skólamálin hafa mjög verið til um-
ræðu bæði manna á meðal og á opin-
berum vettvangi siðustu misserin. Und-
anfarin ár hafa líka margvíslegar breyt-
ingar verið gerðar á skólalöggjöfinni að
því er varðar framhaldsskólamenntun
og hvers konar sérnám, og um langt
skeið hefur staðið yfir heildarendur-
skoðun á allri skólalöggjöf landsins. Um
miðjan marz siðast liðinn var lagt fram
á Alþingi frumvarp til nýrra mennta-
skólalaga, og í framsöguræðu fyrir því
gaf menntamálaráðherra ýtarlegt yfirlit
um þróun íslenzkra skólamála á undan-
förnum árum, auk þess sem hann gerði
grein fyrir þeim breytingum, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir á menntaskólalög-
gjöfinni. í ræðu þessari er dreginn sam-
an ýmiss fróðleikur um skólamál og hef-
ur EIMREIÐIN fengið góðfúslegt leyfi
menntamálaréðherra til þess að birta
ræðu hans í heild.
Skólakerfi þjóðar mótast annars vegar af löggjöf, sem ýmist setur sjálfu
skólastarfinu almenna umgjörð eða ramrna, eða mælir hins vegar fyrir
um hlutverk og skipulag einstakra skóla eða skólastiga. Hér á landi,
eins og víða annars staðar, eru ákvarðanir löggjafans um framkvæmd
fræðsluskyldu eða skólastarf á fræðsluskyldustigi fyrst og fremst í því
fólgnar, að kveða á um, að öll börn og unglingar séu fræðsluskyld á
aldrinum 7 til 15 ára. í gildandi lögum um skólakerfi og fræðsluskyldu
segir, að allir skólar, þeir, sem kostaðir séu eða styrktir af almannafé,
skuli mynda samfellt skólakerfi, sem skiptist í fjögur stig: barnafræðslu-
stig, gagnfræðastig, menntaskóla- og sérskólastig og háskólastig. í gild-