Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 73

Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 73
Viðdvöl í Lyngbæ II. SVIPAST UM k SKAGA Eftir Stefán Júlíusson Við erum ekki beinlínis heppin með veður í Lyngbæ. En við tökum því með mesta jafnaðargeði, enda líður okkur prýðilega. Við hjónin liöfum nóg að sýsla, konan þarf að liugsa um mat og bústörf eins og fyrri daginn, ég saga kalkvisti og dauð tré í skógin- um í eldinn og kyndi af kappi. Piltarnir tveir, Sigurður sonur okkar, og Gunnar félagi lians, láta séh regn og vindstrekking í léttu rúmi liggja. Vafalaust hefðu þeir kosið að svamla í sjónum og flatmaga í hvítum sandinum, en vilji veðurguðirnir haga þessu á annan hátt, þá er að taka því. Á norðvesturströnd Jótlands er ýmissa veðra von, þegar komið er fram í miðjan september, þótt oft geti verið indælistíð. Sumargestir eru flestir farnir af ströndinni, kot og kofar standa auðir og yfirgefnir nema um helgar, ef veður leyfir og von er á sólskinsstund. Piltarnir kaupa sér manntafl í Tóka- þorpi og sitja yfir því löngum stundum. Auk þess stendur bíllinn við dyrnar og vel má skondra bæjarleið og skoða þorpin í kring, þótt hann rigni. Við megum heldur ekki kvarta, þótt regn sáldrist úr skýjum hér við Kveinstafaflóa. Sumarið í Danmörku hefur verið einmuna gott, svo að Danir kunna sér ekki læti eftir mörg leiðindasumur. Þær sex vikur, sem við hjónin höfum búið í íbúð Lindemannssjóðs í Kaupmannahöfn, höfum við vaknað morgun eftir morgun við að sólin gyllti kúluna á snúnum stigaturni Frelsarakirkjunnar, og fyrsta verk okkar hefur verið að opna vængjadyrnar út á svalirnar upp á gátt og njóta sólar og útsýnis yfir garða og vötn við Amager- brú. Regnský hafa naumast sést á lofti — nema helzt þegar Gullfoss er á ferð; þá hafa stundum komið dembur. Sama má raunar segja urn ökuferð okkar undanfarna þrjá daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.