Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Side 74

Eimreiðin - 01.01.1969, Side 74
56 EIMREI31N Við brunuðum suður Sjáland í lognkyrri sólskinsmóðu, á ferjunni yfir Stórabelti blakti ekki hár á höfði í blíðunni og við eyddum fyrsta kvöldinu á ferðalaginu í mjólkurhlýju rjómalogni í Oðinsvé- um og var götulífið fjörugt, heillandi og heimilislegt. Næsta dag ókum við þvert og endilangt Fjón í hunangsveðri, yfir Tásinge eða Þórslund og allt suður á Langaland. Nýja brúin milli Síueyjar og Langalands varð loftkennd í sólrunnu mistri, þegar við horfðum á hana frá höfninni í Rjóðurkaupangi. Aldingarðar Fjóns lágu marg- litir og vingjarnlegir í logndaufri sólarbirtu og hita, þegar við ókum greitt og óhikað áleiðis að Litlabeltisbrúnni síðdegis á laugardegi. Fólk var í hrönnum við vegi og sund að njóta blíðunnar og hafði víða slegið tjöldum eða sett upp borð til að matast við úti í náttúr- unni. Margt manna hafði líka komið í bílum sínum til að skoða nýju brúna, sem verið er að reisa yfir Litlabelti, rétt norðan við gömlu brúna rnilli Middelfart og Snoghöj eða Tafaráss. Þetta er mikið mannvirki og langt á veg komið. Þótt gamla brúin sé ágæt enn, fleytir hún ekki þeirri feikna umferð, sem hér er rnilli Fjóns og Jótlands, og mnnn full not fyrir báðar brýr í framtíðinni. Sama góða veðrið hélzt suður Jótland, en leið okkar lá allt til landamæra Þýzkalands, suður að Flensborgarfirði. Á gististað okkar í Haderslev eða Haðarsleifð, nm 50 km. norðan landamæranna, gátum við setið á svölunum í kvöldkyrrðinni og horft á marglit ljósin spegl- ast í firðinum. Morguninn eftir var að vísu þokusúld, en von bráðar greiddist úr henni á leið okkar norður Jótland. Hlýir sólargeislar smokruðu sér milli fornfálegra húsa niður á örmjóar göturnar í Rípum, elztu borg Danmerkur, meðan við áttum þar örstutta við- dvöl fyrir hádegi á sunnudag. Messa stóð yfir í dómkirkjunni, ann- arri elztn kirkju landsins, og ekkert var því til fyrirstöðu að ætla sig horfinn aftur í aldir, hefðu ekki gljáfægðir nýtízkubílar verið í sífellu að smeygja sér fram og aftur um þröng húsasundin, og fólk staðið í smáhópum við sjoppur að stýfa ís úr lniefa. Við bátahöfnina í Esbjerg var athafnaleysið algert, og þéttur skógur siglutrjáa teygði sig upp í sólbjartan góðviðrishimin. En þegar norður fyrir Limafjörð kom, tók að syrta í lofti, og því meir sem við nálguðumst áfangastað, því regnbólgnara varð loftið. Við komnm til Lyngbæjar nm sexleytið, og þá var himinninn dökkur sem ketilbotn og skuggsýnt við sumarbústaðinn, enda jók hávaxinn skógurinn í kring drjúgum á dimmuna. Morguninn eftir er ég kominn snemma á kreik með sög og öxi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.