Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Page 78

Eimreiðin - 01.01.1969, Page 78
60 EIMREWIN Þegar líður á morguninn, förum við í ökuferð um byggðina. Þá veitum við athygli fornfálegum fjórhjóla hestvagni, sent stend- ur við þjóðveginn. Er hann með sæti fyrir ökumann og einn far- þega að framan, en að aftan er pallur fyrir flutning; gamall józkur sveitavagn. Allur er hann skakkur og skáldaður og af göflunum genginn. En á honum er nýlegt spjald, ekki alllítið, og á það er letrað skýrum stöfum, en þó ekki nýtízkulegum: Lindarhvoll — listmunir. Verið velkomin heim að skoða framleiðsluna. I fyrstu gefum við þessu lítinn gaum, en ])egar við förum að aðgæta betur, sjáum við, að kerran stendur við heimreið að gömlu sveitabýli. Og við ákveðum að taka boðinu og aka heim til að svipast um. Heim- reiðin líkist bæjarbraut á Islandi og stingur í stúf við aðra vegi liér um slóðir, sem allir eru malbikaðir. Heima við sést enginn maður úti, en við finnum dyr á gamalli hlöðu eða álíka húsi og hefur henni verið breytt í sýningarskála. Þar eru alls konar brenndir leirmunir á hillum og borðum og málverk hanga á veggjum. Enginn maður sýnir sig lengi vel, og við göngum um og skoðuni óhindruð. Loks birtist þó ungur maður, skeggjaður, f klístruðum sloppi, og við spyrjum, hvort við meguin líta á gripina. Hann jánkar því og hverfur aftur í innri vistarverur. Við höldum áfrarn að svipast um. Heldur finnst okkur verðið á listmunum hátt fyrir pyngju fólks með nauman gjaldeyri, en margt er íagurt og eigulegt. Listamaðurinn lætur ekki sjá sig aftur. Yið kunnum ekki við að hverfa á brott án þess að gera vart við okkur að nýju, við ákveðum að kaupa tvær brenndar bjórkrúsir til minningar um heimsóknina. Við hrópum á listamanninn, teljum fram pen- ingana og ætlum að ganga út með krúsirnar í höndunum. Þá rankar hann við sér og segir, að eitthvað muni nú vera til utan um þær. Síðan vefur hann bréfi utan um krukkurnar og er sýni- lega öðru vanari. Þetta eru einu viðskiptin, sem við gerum í Dan- mörku, svo að ekki sé minnzt á momsinn eða 10% söluskattinn, sem settur var á allar vörur og þjónustu í júlímánuði. Momsinn er annars eins og rauður þráður í öllum umræðum Dana, bæði í blöðum og á mannfundum, og ræður geðslagi þeirra og skapsmun- um. Það þyrfti ekki að koma á óvart, þótt þessi ófreskja. sem momsinn er, felldi heila ríkisstjórn. En því segi ég þessa sögu um Lindarhvol, að það er allalgengt í Danmörku, að ungt listafólk kaupi sér eða leigi sveitabýli við fjölfarna vegi og setji þar upp listiðnað alls konar. Á Lindarhvoli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.