Eimreiðin - 01.01.1969, Side 81
SVIPAST UM Á SKAGA
63
Enginn vegur liggur frá sumarhótelinu mikla yzt út á Grein-
ína. En úr því hefur verið bætt með sérstöku farartæki, sem dragn-
ast um sandhólana út á yztu nöf. Er þetta kröftug dráttarvél, sem
dregur langa yfirbyggða vagna. Tekur þetta farartæki marga menn
og seiglast furðanlega um lausasandinn, enda her það heitið Sand-
ormurinn. Hefur það endastöð hjá vitanum mikla, sem gnæfir
hér hátt yfir hóla og klappir.
Eitt frægasta Ijóðskáld Danmerkur á síðustu öld, Holger Drach-
mann, dvaldi löngum á Skaga og bjó þar síðustu árin. Er bústaður
hans nú safn. Drachmann var óeirinn og aðsópsmikill persónu-
leiki, og er hann grafinn mitt í sandauðnum úti á Greininni. Þar
vildi hann hvíla í ósnortnu landi milli hafanna tveggja. Hann
andaðist árið 1908.
Eitt af aldamótaskáldum íslands, eldhuginn bráðþroska, Jónas
Guðlaugsson, bjó einnig á Skaga síðustu árin og andaðist ]iér
árið 1916, aðeins 28 ára að aldri. Þá var hann orðinn afkastamikið
skáld og rithöfundur á danska tungu. Hann orti þetta ástaljóð, sem
ég lærði ungur og reyni nú að rifja upp, er við höldum til baka:
Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá,
sem helzt skyldi í þögninni grafið?
Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá,
sem sefur á bak við hafið!
Ég er eins og kirkja á öræfa tind,
svo auð, sem við hinzta dauða,
þó brosir hin heilaga Maríumynd
þín minning frá vegginum auða.
Sakleysið lireint eins og helgilín
var hjúpur fegurðar þinnar,
sem reykelsisilmur var ástin þín
á altari sálar minnar.
Þú hvarfst mér, og burt ég í fjarska fór,
en fann þig þó hvert sem ég sneri,
sem titrandi óm í auðum kór
og angan úr tómu keri.