Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 1
ÆGIR
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS
7. árg.
Reykjavik. Júlí 1914.
Nr. 7.
Dm slýrimamiaskírteiDi (Patent'.
í síðasta tölublaði Ægis gátum vjer þess,
að vjer efuðumst ekki um, að próf í stýri-
mannafræði frá sjómannaskólanum væri tekið
tullgilt í Danmörku, en það sem helst mundi
til'fyrirstöðu, væri það, að mál, siglingar og
æfing mundi ekki nægja.
Setum svo, að alt væri í reglu, þá mundi
þó sjómaðurinn verða að sanna kunnáttu sína
í Dönsku, og útvega sjer stýrimannaskýrteini,
sem yfirvaldið danska veitir og hljóðar það
svo:
Yfirvald Kaupmannahafnar
kunngjörir hjermeð, að Jón Jónsson fædd-
ur í Reykjavík á íslandi 2. júlí 1890 hefur
lagt fram sannanir fyrir því, að hann megi
ráðast, sem fyrsti eða eini stýrimaður, samkv.
lögum frá 19. Febrúar 1861 § 5.
(Undirskrift borgarstjóra og staðarinnsiglið).
Þetta vottorð veitir aðeins aðgang að
seglskipum, en þau geta verið eins stór og
vill; þar eru engin takmörk sett, það er sú
ábyrgð, sem vátryggingafjelög taka gilda,
það veitir handhafa rjett til að leita sjer at-
vinnu í öllu danska ríkinu, og þar heyrist
ekkert um undanþágur eða breytingar —
þótt ýmsar breytingar og viðbót verði á
kenslu í stýrimannafræði, þá er hann látinn
í friði og aldrei sagt að fara og lesa betur,
enda mun reynsla á mörgum og löngum
siglingum vega á móti nokkrum bóklegum
breytingum — og vel það.
Til þess að geta fengið stýrimannaskír-
teini til eimskipasiglinga, er tekið próf í
vjelafræði, efpróf skyldi kalla. Það er tekið um
leið og stýrimannaprófið og veitir eða veitti
50 kr. styrk. Þegar yfirvaldið fær prófvottorðið
í hendur gefur það svohljóðandi skírteini:
Jón Jónsson fæddur í Reykjavík á íslandi 2.
júlí 1890 hefur sannað fyrir yfirvaldinu, að
að hann hafi rjettindi til að vera fyrsti eða eini
stýrimaður á dönskum eimskipum, samkvæmt
ákvörðun f lögum frá 20. Nóvember 1876 § 2.
(Yfirvald Kaupmannahafn&r).
Til þess þó að öðlast þetta skírteini verður
að 'eSgja fram vottorð um siglingar á eim-
skipum. Þegar búið er að gefa sjómönnum
þessi skírteini koma prófvottorðin aldrei
meira til sögunnar. Alt er fært í bækur,
og þeir, sem próf taka í Danmörku og fá
sín skírteini þaðan, eru danskir borgarar.
Þessi skírteini veita rjett til að gerast stýri-
maður á hve stórum skipum sem vera vill,
og um hinar leiðinlegu undanþágur og breyt-
ingar heyrist aldrei orð og atvinna manna
er aldrei heft í hinu minsta atriði.
Stýrimenn verða svo að sigla hinn tiltekna
tíma þangað til þeir geta fengið rjettindi til
að gjörast skipstjórar; á þeim tíma æfa þeir
sig á ýmsu, er heimtað er að skipstjórar eigi
sjerstaklega að kunna, og þeir standa ve! að vígi
þar, því til eru ágætis bækur bæði á dönsku og
þó einkum á ensku, sem læra má af alt er
siglingar snertir. Hjer væri eigi vanþörf á
slíkum bókum, einkum þar sem æfingin hjer
er af skornum skamti, en hjer strandar á því,
að það er ekki hægt að leggja þær út, það