Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 3

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 3
ÆGIR 79 Skýrsla tll Fiskifjelags íslands fyrir ársfjórðniiginii Janúar til Apríl. í Febrúar þ. á. fór jeg frá Rvík til Eyrar- bakka og Stokkseyrar. Þar hafði jeg 5 fundi með mönnum og leiðbeindi þar um hirð- ingu og meðferð mótora; þessir fundir voru yfirleitt vel sóttir. A Eyrarbakka og Stokkseyri er aðeins ein smiðja eða verkstæði sem gerir við mótorvjelar, og virðist mjer hún vera nokkuð lítil fyrir jafn stór pláss og þesair staðir eru, og annað eins framfara pláss og þetta er. Væri því æskilegt að einhver bót yrði ráðin á þessu. Oft er það erfiðleikum bundið að ná í hina ýmsu hluti sem þurfa til mótorbátanna, og verða þeir oft að sækja þá til Reykjavíkur eða Vestmanneyja. Yfirleitt eru mótorbátarnir á Eyrarbakka og Stokkseyri vel útbúnir með helstu vara- stykki til mótoranna o. fl. Þar eru nú þegar 15 mótorbátar, og voru af þeim 3 eða 4 smfðaðir síðastliðinn vetur. í Sandgerði, Keflavík og Vogum hafði jeg sinn fundinn á hverjum stað, en vildi helst hafa getað haft þá fleyri, en það var ekki hægt vegna annríkis fólks, því vertíð var byrjuð og afli heldur góður. Einnig kom jeg á fleiri staði, svo sem: Garð, Leiru, Njarð- vfkur og Vatnsleysuströnd, átti tal við ýmsa dugnaðarmenn þar, skoðaði mótorbátana, og leiðbeindi með þá. Afar slæmt er það, að hvergi skuli vera verksmiðja sem getur gert við bilanir mótora, á öllu svæðinu frá Hafnarfirði og alla leið suður með sjó. Það er því neyðar úrræði hjá mönnum, að þurfa að fara alla leið til Reykjavíkur, til þess að fá smá galla endur- bætta, og sem svo oft geta komið fyrir. Jeg tel því mjög nauðsynlegt, að verk- smiðja yrði sett á stofn, einhversstaðar á nefndu svæði. Jeg er viss um, að ef einhver framkvæmdasamur maður byrjaði á þessu, þá gæti það orðið vel viðunanleg staða. Hjer suður með sjó eru nú 36 vjelabátar, og vfða á Iandinu þar sem verkstæði eru, eru ekki nærri eins margir vjelabátar, og er því útlit fyrir að væntanleg verksmiðja geti gefið eitthvað af sjer. Heppilegt væri að hafa verksmiðju í Kefla- vík, þvf hún er sem miðstöð fiskistöðvanna hjer suður með sjó. Mótorhúsin í mörgum af þeim bátum sem jeg hef skoðað, eru því miður illa útbúin. Þau eru svo lág að menn verða að vera hálf bognir, jafnvel liggja á knjánum niðri í þeim, svo leka þau svo að mönnum er ekki fært að vera þar niðri, og hvernig andrúms- loftið er, geta menn gert sjer ljósa hugmynd um. Það er mjög slæmt að vera í þvílíku andrúmslofti, fyrir utan hversu heilsuspillandi það er. Það er hægt með litlum kostnaði að ráða bót á þessu, ef bátseigendur vildu kosta svolitlu til, og sem þeir vonandi gera, þegar þeir sjá hversu árfðandi þetta er, fyrir heilsu þeirra manna sem þeir hafa í þjónustu sinni. Marga af þeim bátum sem jeg hef skoðað, vantar nokkuð af þeim áhöldum sem Samá- byrgðin áskilur að þeir hafi, svo sem slökkvi- áhald, árar o. fl. — Marga báta vantar ein- kennistölu, og ætti slíkt ekki að eiga sjer stað. Ól. Sveinsson. V^D æiiýi’sla til Fiskifjí'lngs íslands um úrsfjórðnnginn 1. apríl til 30. júní 1914. Frá 1. til 13. apríl var jeg heima hjá mjer í Haukadal, með því að engin skipa- ferð fjell suður á því tímabili; 13. apríl lagði jeg af stað með Ceres til Reykjavíkur og kom þangað að kveldi hins 16. Á ferðinni að vestan hitti jeg ýmsa menn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.