Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 15
ÆGIR 91 var að veiðum við Austurlandið, að honum varð að hjálpa til lands og er þangað kom, kom það í ljós, að skemdir voru of miklar til þess að bætt yrði úr hjer. Dró svo björg- unarskipið „Geir' hann til Englands og bíður hann þar eftir nýjum katli. — „Bragi“ er um þessar mundir suður í Þýskalandi, til þess að fá hin svo nefndu yfirhitunar- tæki í ketil sinn og vjel. „Nora“, síldarveiðarskip, hefur til þessa aflað um noo tunnur síldar, sem stendur (V7) er síldarlítið í Flóanum. „Snorri Gtoði“ og „Siílan“ af Aknreyri. Fyrir nokkrum dögum sigldi „Súlan" á kinnungin á „Snorra Goða" er hann var á síldarveiðum norður á Eyjafirði og um leið reif hún síldarvörpu hans og braut vörpubátinn. — Skemdir á „Snorra Goða“ eru metnar á 1200 kr. en varpa og bátur 900 kr. Fyrir rjetti hafa báðar skipshafnir mætt, en um úr- slit málsins eru engar greinlegar fregnir komnar enn. Vitar og Sjómerki. Frá 1. Ágúst verður ysti endi Batterigarðs- ins merktur eins og hjer segir: Yst á still- adspallinum verða sett upp 2 rauð ljós, hvort yfir annað, hið neðra 2 m. hið efra 3 m. yfir pallgólf, 4 m. og 5 m. yfir venjulegt stórstraumsflóð. Ljósin verða látin loga frá 1. Ág. til 15 Maí, á hverri nóttu frá J/2 tíma eftir sólarlag til V2 tíma fyrir sólarupp- komu. Á Svörtuloftavitanum verður kveykt 1. Ag. Sbr. Lögbirtingarblaðið nr. 22., 28. Maí 1914. Breyting Öndverðaness vitans er fullgerð, á hinum nýja vita verður kveikt 1. Ágúst. Samb. Lögb. nr. 22, 28. Maí 1914. Brlendis. Yerslunarfrjettir "/7 1914. í Bergen var verð á meðalalýsi frá 45— 55 kr. tunnan. Soðið lýsi 27 kr. á olíutunn- um. — Fyrir tunnu af síld var þann dag borgaðar 15 kr. — Fyrir tunnu af hrognum var borgað 37 kr., 27 kr., 17 kr. Innflutningur af íslenskum saltfiski til Norður-Ítalíu, nam í fyrra 8,ooo smálestum og verð á þeim fiski var þrisvar sinnum hærra en fyrir 25 árum. Verð á íslenskum flskiafurðum í Khöfn 9. Júlí 1914. Saltfiskur (þurfiskur) óafhnakkaður, 18 þuml. og þar yfir, 95—96 kr. skippundið, smáfiskur 82,00, isa 77,00, Labradorfiskur 68—70,00, upsi 55,00, keila 65,00, hnakka- kýldur stór fiskur 100,00, hnakkak. millifiskur 90.00. Verðið er miðað við fisk af bestu tegund. Sje varan ekki fyrsta flokks að gæðum, er prísinn lægri. Lýsi. Þorskalýsi ljóst, grómlaust 36,00, dökt 30,00, meðalalýsi 50,00 hver 105 kilo. Hákarlslýsi Ijóst 35.°°> brúnt 30,00 hver 105 kilo. Sundmagar 1,20 kiló. Hrogn. 22 krónur tunnan 125 kiló. Nettó- vigt. Selskinn. Engin eftirspurn, verða lfklega ekki yfir 3—4 kr. hvert. Síld. Það liggju enn mörg þúsund tunnur óseldar af gamalli síld og selst hún varla yfir 6 kr. tunnan. Fyrir nýja síld er búist við að fáist 17—18 au. kiló, nettó. Spánar og Ítalíufiskur, matinn af hinum Iögskipuðu fiskimatsmönnum, fob Island. Spán- arfiskur (málsfiskur) 102 ríkismörk, smáfiskur 77 krónur, ísa 68 kr., Labradorfiskur 65 kr. Aflijúpaður minnisvaiði. Hinn 7. júlí var í Lundúnum afhjúpaður minnisvarði hins nafnfræga siglinga- og landkönnunarmanns, s»cipstjóra Cook, og voru þann dag liðin 135 ár frá dauða hans. Hon-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.