Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 5
ÆGIR
81
„Flóru“ og urðum við Ólafur Sveinsson vjel-
fræðingur Fiskifjelagsins samferða. Var för-
inni heitið til Austfjarða. Fór Ólafur til að
skoða vjelar á Austfjörðum, og átti hann
svo að halda norður og vestur um land, en
jeg átti, að því sinni, einkum að vinna að
steinolíumálina og snúa heim aftur til Reykja-
víkur frá Seyðisfirði.
Á Fáskrúðsfjörð komum við nóttina milli
hins 5. og 6. Maí. Vorum við á Fáskrúðs-
firði til þess 7. Maí og vorum þá sóttir á
vjelarbát frá Eskifirði.
Á Fáskrúðsfirði kynti jeg mjer útbúnað
báta þar um slóðir og gerði ráðstöfun til að
þar yrði stofnunð deild, en ekki flutti jeg
þar neitt erindi, því allir sjómenn voru á sjó
daglega. Hafði um nokkurn undanfarinn
tfma verið allgóður afli í net rjett inn við
fjarðarbotn. Var nú farið að draga úr neta-
veiðinni, en var nokkur reitingur á færi og
var sffelt krökt af bátum á litlum bletti yfir
af kauptúninu.
Til Eskifjarðar komum við, eins og áður
er sagt að kveldi hins 7. maí. Gekk ekki
vel að fá þar hús til fundarhalds, einkum
vegna þess að próf stóð yfir í barnaskólan-
um. Meðan jeg beið eftir að fá húsrúm til
að halda fund skrapp jeg með vjelarbát til
Reyðarfjarðar. Gerði jeg ráðstöfun til að
þar yrði stofnuð deild og átti viðtal við
ýmsa góða menn þar í kauptúninu og grend-
inni. Sunnudaginn 10. Maí flutti jeg fyrir-
lestur í barnaskólanum á Eskifirði. Allmargt
fólk mætti á fundinum, en eigi gengu þó
nema 19 menn í deild, er jeg stofnaði þar í
fundarlok, en þess má geta, að þar, sem
annarstaðar á Austfjörðum, eru flestir háset-
ar og jafnvel formenn, aðkomu menn, sem
máske koma þar aldrei nema þá einu vertfð
og hafa allsengan áhuga á málcfnum þess
bygðarlags.
Um kveldið (hins 10.) lögðum við frá
Eskifirði með Forstéch, hinum nýja strand-
ferðabát Th. Thuliniusar. Fór hann fyrst til
Reyðarfjarðar og kom svo til Norðfjarðar
kl. 2 e. h. hinn ir. maí.
Þriðjudaginn 12. maí flutti jeg fyrirlestur í
fiskideild Norðfjarðar og urðu nokkrar um-
ræður eftir á, einkum um lífsábyrgð sjó-
manna, sem þar, sem annarsstaðar á landinu,
þykir í megnasta ólagi.
Miðvikudaginn 13. maí vórum við Ólafur
fluttir á vjelarbát til Mjóafjarðar og þaðan
sama dag til Seyðisfjarðar, einnig á vjelarbát.
Á Mjóafirði hjelt jeg engan fund rrieð því
að þar voru menn í óða önn að búa út báta
sína til fiskiveiða. Er þar fremur lítið um
útveg, eitthvað 6—7 mótorbátar alls.
Á Seyðisfirði dvaldi jeg til hins 17. maí,
og hjelt heim með Ceres og kom til Reykja-
víkur 21. maí.
Á Seyðisfirði var jeg á tveim fundum með
stjórn fiskifjelagsdeildarinnar þar á staðnum.
Kom oss saman um, að ekki þýddi að boða
þar til fundar, með því útgerðarmenn ættu
svo annríkt við að koma bátum sínum á
flot, ráða sjer fólk 0. s. frv.
Mun jeg í aðalskýrslu minni láta uppi á-
lit mitt um ástand sjávarútvegsins hjer
á landi þar sem jeg hef kynt mjer hann.
Þess má aðeins geta, að margt, þarf þar til
umbóta.
Síðan jeg kom hingað til Reykjavíkur 21.
Maí hef jeg dvalið hjer að mestu, skrapp
aðeins til Vestfjarða með Botníu 5. Júní og
kom hingað aftur með sama skipi 11 sama
mánaðar.
Reykjavík 1. Júlí 1914.
Matth. Ólaýssort.
Skýrsla
um merkiugu á skarkola 0g þorski rið íslaud.
Skýrsla þessi hefur áður verið birt á prenti
í Andvara 1913, en sökum þess, að tímarit
þetta er ekki í margra fiskimanna höndum,
þá tel jeg rjett að birta hana Hka í „Ægi“,