Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 16
92 ÆGIR um þakka Englendingar að Australia og Nýja Zeeland teljast með nýlendum þeirra. Áætluð gjöld til eflingar flskireiða á tíma- bilinu frá 1. Júlí 1914 til 30. Júní 1915. Hinn 20. apríl í vor var samþykt á Stór- þingi Noregs að veita styrk til eflingar fiski- veiða og nær sú styrkveiting yfir tímabilið frá i. Júlí 1914 til 30. Júní 1915, og er styrkurinn áætlaður þannig: 1. a. Til umsjónarmanns fiski- veiða og skrifstofufje. . 62 740.00 Þar af eru 30.500 kr. laun umsjónarmannr og skrifstofufólks og einnig kaup forstöðumanns og aðstoðarmanns tilrauna- stöðvarinnar. b. Tekjuhalli við útgáfu rits- ins „Fiskets Gang“ . . 1 034.00 2. Uthald fiskirannsóknaskipsins „Michael Sars"...............35,000.00 3. Útgáfa ritsins „Norsk Fiskeri- tidende......................6.820.00 4. a. Útgáfa ársskýrslu yfir fiskiveiðar í Noregi . . 4.500.00 b. Skýrsla um vísindalegar sjórannsóknir .... 5.500.00 5. Kaup og ferðakostnaður 3ja umsjónarmanna fiskiveiða . 15.00000 6. Kaup og skrifstofufje tveggja erindreka erlendis .... 19.000.00 7. Til eflingar útflutnings á fiskiafurðum.................4 000.00 8. Styrkur til fiskimanna . . 3000 00 9. Mentun fiskimanna. . . . 6.000.00 10. a. Tilraun til að veiða síld fyrir ströndum á Nord- lands amti, með því á- kvæði að 3 500 kr. fáist annarstaðar 7 000 00 b. Til reknótatilrauna eftir nánari ákvörðun . . . 4.C00 00 c. Til tilrauna til að veiða síld á svæðinu Bud til Lister, eftir nánari ákvörð- un 2 500.00 11. Fiskifjelög og deildir. A. An ákvæða um hjeraðs- styrk 9 250.00 B. Með ákvæði um að hjer- aðið veiti V4 á móti styrkveitingu ríkisins . . 36.870.00 12. Umsjón með fiskiveiðum á Finnmörk 40 000 00 13- Umsjón með fiskiveiðum við Senjeu 3 000.00 14. Umsjón og strandgæsla við Lofoten 70 000,00 iS- Umsjón og löggæsla annar- staðar á landinu .... 68.000.00 16. Hluttaka Noregs í alþjóða- sjórannsóknum 4.700 00 17- Fiskimatið 19.500.00 18. Styrkur til vatnsleiðslu . . 10.000.00 19. Tilraunir við frystingu á fiski 4 450.00 Áætlaðir tekjuliðir eru tveir. 1. Tekjur af tilraunastöð . . 1.000.00 2. — - fiskimati . . . 28.000.00 Það er engin furða þótt Norðmenn geti gefið út nákvæmar fiski- og aflaskýrslur þar sem þeir gjöra út sæmilega launaða menn til þess að safna tií þeirra. Aflaskýrslur hjer eru lítt fáanlegar og eigi ábyggilegar, — enda munu rnargir hafa þá skoðun, að skýrslur sjeu næsta þýðingarlitlar, en það er þó eigi svo. Á skýrslum má margt græða. þær sýna Ijósast hvort þjóðunum fer aftur eða fram, þegar þær eru bornar saman og þær bera vott um menningu. Sjáfarútvegur landsins er hin mesta tekju- grein þess, og væri því þess verður, að nákvæmar skýrslur um hann væru gefnar út árlega, mánaðarlega og jafnvel vikulega, en til þess þarf fasta menn, sem aðeins hefðu það verk á hendi — og ekkert lag verður á þessu hjer fyr en ísland hefur, í það minsta einn umsjónarmann fiskiveiða, er ferðast um landið, safni og gefi skýrslur, með sama sniði og aðrar mentaðar þjóðir heimsins gjöra. Á Finnmörk endar vorvertíð hinn 23. Júní ár hvert. í ár aflaðist á vertíðinni 23,5 milj. fiska, sem voru að þyngd 63,6 milj. kilogr. 1913 aflaðist alls til vorv.loka 34,8 milj. fiska 1912 — — - —»— 36,7 1911 — — - —»— 29,8 1910 — — - —23,4 Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.