Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 13

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 13
ÆGIR 89 Hvernig getur þá á því staðið, að fiskiafl- anum á grunnmiðum fer aftur ár eftir ár? Sjórinn er auðugur og ekki fækkar fiskinum. Nei, það er öðru nær. Lítum til fornþjóð- anna, sem veiddu dýrin með mestu óbilgirni, að vísu til að neyta þeirra tafarlaust, en án þess að skeyta neytt um þau lög, sem eiga að fyrirbyggja, að kynkvíslirnar líði undir lok og efla fjölgunina. Nú á dögum eru skepnurnar (nautpeningur og sauðfje) rækt- aðar með þeirri ætlun að láta þær fjölga sem mest og verða sem notadrýgstar á sem ódýrastan hátt. En rennum vjer aftur augun- um til fiskiveiðanna, þá er meðfram land- helginni og einatt í henni veiddur stór og smár fiskur með mjög svo afladrjúgum veiði- áhöldum, án þess að nokkuð sje hugsað út í, hvernig fiskmergðin geti haldist við á grunnmiðum og í fjörðum. Afturfarir fiski- veiðanna eru sjálfsagt nokkuð því að kenna að allir gömlu og stóru fiskarnir eru veiddir, en smáfiskarnir geta ekki vúxið nógu snemma í staðinn. Úr þessu mætti bæta með því að hafa eftirlit með stærð og lágmarki veidds fisks, sem má fara með í land. Einnig mundi það þykja mjög svo nytsamt að setja á stofn líffræðisstöð og f sambandi við hana fiskiklakstofnanir, því að það hefur komið í Ijós í þeim löndum, þar sem þvilíkar stofn- anir eru til, að þær vinna fiskiveiðurum hið mesta gagn, enda er það til hagsmuna fyrir ríkið og sá kostnaður, sem þær baka land- inu, vinst margfaldlega upp með fiskungviði þvf, sem látið er í sjóinnn. Af þeim fisk- eggjum, sem hrygnt er í rúmsjó, fer vitan- lega mesti sægur forgörðum, því að þau fljóta í yfirborði sjávarins, og verða fiskum og dýrum að bráð, og fæstum þeirra hafa svil karlfisksins komið nærri. í fiskiklaksklef- unum er komist hjá allri hættu og öll þau hrogn geta fengið yfir sig svil, sem þeirra geta notið. Hvað lengi stendur á klakinu, er sjer í lagi komið undir lofthitanum. Þorsk- hrogn þurfa t. a. m. 70 C. hjer um bil 13 daga, en aftur á móti þurfa laxhrogn nærri því ársfjórðung; þeim mun meiri ástæða er til að viðhafa klakstofnanir, þar sem þar má halda ungviðinu lifandi og flytja það úr ein- um stað í annan. Fjörulón, sem er afgirt frá rúmsjó, er vitanlega fyrirmynd fyrir klakstöð; því að það er mjög erfitt að útvega öllum þessum milliónum af þorsk- og lúðuungviði, skjól og fæði, það er mikilvægt, ef fullur árangur á að fást af klakinu, og því verður komið við, að haft sje eftirlit með ungviðinu, þangað til það getur náð sjer í fæðu og er orðið sjálfbjarga. Að því er snertir krabbana, þá er engin tegund af þeim veidd í stórum stíl, og þó eru ýmsar tegundir þeirra mikils virði í kaupum og sölum af því að fiskurinn af þeim er í miklum metum, jafnvel í meiri metum en flestur annar fiskur, enda eru þær mjög mikið notaðar af iðnaðinum til niður- suðu. Hið helsta af þessum dýrum er hum- arinn; hann er ekki hjer við strendurnar, og samt getur hann vafalaust lifað eins vel hjer eins og í Eystrasalti og í Norðursjónum, meira að segja við strendur Norðuramerfku hafa menn mikinn ágóða af að veiða humar, einkum til niðursuðu. Þau skilyrði sem hum- arinn þarfnast til þess að geta lifað og þrif- ist, eru sjer í lagi: tiltekin selta í sjónum, grýttar og klettóttar strendur með miklum þanggróðri á, en á hinn bóginn er honum ekki um strendur þar sem mikið er af sandi en lítið um grjót. Að hann vill grýttan sjávarbotn kemur sumpart af lifnaðarháttum hans. Það verður að Iíta á hann á sama hátt og töskukrabbann, sem er í svo miklum metum sem staðfast dýr, þar sem þeir bregða sjer ekki langt burtu þaðan, sem þeir hafa þroskast. Besta aðferðin að ala þá upp er að láta þá ekki fara burt úr klakstöðinni fyr, en þeir hafa fengið þann líkamsskapnað sem fullvaxinn humar hefur, en það er ekki fyr en eftir þriðja skelskifti, það er þó ekki óhugsandi, að ef umgetin krabbadýr væru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.