Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 2

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 2
78 ÆGIR vantar málið, þær bækur verða að leggjast þannig út, að enginn misskilningur verði, annars er það erfiði þýðingarlaust. Allir skólar ættu að benda nemendunum á, hvar þeir geti leitað að og fundið ýmis- legt er að námsgrein þeirra lýtur; sú kensla er affarabetri, en að lesa alt í belg, að eins komast yfir sem mest, því kennarar mega aldrei búast við að hafa slíka gáfuvarga í skólunum að þeir muni og skilji alt er þeim hefur verið kent, en að benda á hvar hjálpin er, þegar ýmislegt gleymist og að venja á að slá upp í bókum, því sem vafi leikur á, það mun drýgst. Það er hreinasti misskilningur, að sjó- mannaskólar kenni nemendum annað en hið bóklega. Það væri til ofmikils ætlast að nemendur lærðu hið verklega á skólabekkj- unum og auk þess ómögulegt, en þangað ætti ekki að hleypa öðrum, en þeim, sem hefðu siglt það lengi að þeir gætu að af- loknu prófi fengið skírteini sín þegar í stað. Hefur nokkurntíma verið grenslast eftir, hvort hið meira próf í stýrimannafræði frá skólanum hjer er tekið gilt í Danmörku, þannig, að geti stýrimaður hjeðan sannað, að hann hafi siglt nógu lengi og hinar lögboðnu ferðir og sýni prófvottorð sitt, fær hann þá stýrimanna skirteini frá Danmörku — náttúr- lega yrði hann að ganga undir próf í dönsku, það er hið sjálfsagða. Sje þetta ekki, þá sannar það, að eitthvað vantar, sem stýri- manninum hefur ekki verið kent, og hvað er það? Þar eð ísland er að eignast skipastól og hefur sjómannaskóla, þá á sá skóli að vera svo, að hann að öllu leyti geti sent nem- endur sína frá sjer þannig, að vegurinn liggi opinn fyrir þeim, til þess að komast að at- vinnu þeirri, er þeir keppa að. Siglingar verða að vera á mannsins ábyrgð, hvort þær nægja, en hið bóklega á skólans ábyrð, svo að hans verk ekki í neinu hindri Hfsstarf þess er trúði honum fyrir sjer. Hið minna próf í stýrimannafræði hefði hjer aldrei átt að vera — at því stafa undanþágur og ýms- ar breytingar á lögum, sem nú eru orðnar svo margar, að þær eru lítt skiljanlegar. Ljett og aðgengilegt fiskimannapróf með föstum reglum og rjettindum getur vel átt hjer heima, en öll lög verða í þessu til- felli að vera ákveðin, og engum breytingum háð. Nú ætti ísland að vera svo statt, að það gæti mennt hin fyrstu gufuskip sín með ís- lenskum yfirmönnum, en því mun ekki að fagna. Að vísu verða líklega íslenskir yfir- menn á þeim, en þeir hafa ekki landsins próf í stýrimannafræði, þeir hafa dönsk stýrimannaskírteini og eru þar af leiðandi danskir borgarar, og mun varla hægt að hafa þetta öðruvísi — fyrst um sinn. í fiestum stýrimannaskólum eru kend tungumál og á flestum þeirra eru þær bækur lesnar í þessum málum, sem hvergi koma nærri siglingum, og er það ílt að eyða tíma þannig. Til eru ódýrar og gagnlegar bækur á ensku, sem skýra verklega sjómensku; þær mundu vekja áhuga hjá nemendum og um leið benda á ýmislegt er síðar gæti komið að notum. Slíkar bækur ættu að vera kenslubækur á sjómannaskólum bæði hjer og annarstaðar og koma í stað trölla- og álfasagna, sem lesnar munu sumstaðar. Sjó- menskan er svo alvarlegt starf að ekki veitir af að alt sje til haft, er að notum kann að koma. — Ágætis bók eftir 0. T. Olsen í Grimsby. „Fisherman’s Seamanship”, kostar um i krónu og segir frá mörgu. Á slíkri bók ættu sjómenn að læra ensku. Væri nú alt í reglu hjer, þá ætti ekki að taka nokkurn yfirmann gildan á íslensku eim- skipin, nema þann, er próf hefði hjeðan frá skólanum, því danska prófið ætti eigi að gilda hjer, svo framarlega, sem íslenska próf- ið eigi gildir fyrir dönsk skip.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.