Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 10
86 ÆGIR 40—60 cm.) á Skagafirði 10.—18. ágúst. Þar af hafa endurveiðst 15, eða 3,9°/o á tímabilinu frá ágúst 1905 til ágúst 1007, á svæðinu milli Eyjafjarðar og Garðskaga (2 við Siglunes, 4 á Skagafirði, 2 á Húnaflóa, 3 í ísafjarðardjúpi, 1 undan Skor og 1 við Garðskaga). Þessir fiskar höfðu vaxið 0,5— 20 cm„ eða hjer umbil 8 cm. að meðaltali á ári. Sama ár vora merktir 26 fiskar (40—50 cm„ langir) á Eyjafirði, 16. og 22. ágúst. Af þeim hafa 2 eða 7,7% veiðst aftur, á tímabilinu frá sept. til október 1905, annar á Eyjafirði, hinn á Skagafirði. Árið 1908 voru merktir 27 fiskar (c. 50 cm. langir) á Skjálfanda 24. júlí. Af þeim hefur aðeins 1, eða 3,7% fengist aftur; hann veiddist á Skjálfanda 13 mánuðum eftir merkinguna, og hafði vaxið 13 cm. á þeim tíma. Árið 1900 voru 200 fiskar (40— 66 cm. langir), merktir á Faxaflóa (á Sviði, í Renn- um og Garðsjó) 27. júní til 1. júlf. Afþeim hafa endurveiðst 30, eða iS°/o, á svæðinu milli Reykjaness og ísafjarðardjúps (1 í Miðnessjó, 1 í ísafjarðardjúpi (við Vigur) hinir allir í sunnanverðum Faxaflóa), á tíma- bilinu frá júlí 1909 til ágúst 1910. Höfðu þeir vaxið frá 0—23,5 cm„ eða að meðal- tali hjer um bil 18 cm. á ári. AIls hafa verið merktir 1135 þorskar, 491 við austurströndina, 444 við norðurströndina og 200 við suðvesturströndina (í Faxaflóa), og hafa 77 af þeim veiðst aftur. Því miður er tala hinna endurveiddu fiska lág, þegar draga skal ýmsar ályktanir af afdrifum merk- inganna, og við það bætist (og hið sama er einnig að segja um hinn endurveidda skar- kola), að bæði hefur oft vantað upplýsingar um veiðistað hinna endurveiddu fiska og mælingin oít mjög ónákvæm eða alveg röng, svo ekkert hefur verið á því að byggja um ferðir eða vöxt þessara fiska.* 1) Samt sem 1) Staðargreiningu hefur einkum vantað á fiski, sem hefur fundist í afla á landi, t. d. í cnskum áður gefa merkingarnar ýmsar merkilegar upplýsingar, eins og undangengin skýrsla ber með sjer, og kemur það f ljós, að ýmis- legt er líkt um lífshætti skarkolans og þorsks- ins hjer við land, og stafar það einkum af þvf, að báðir gjóta í heita sjónum og berast að nokkru leyti sem seiði til hinna kaldari stranda, að nokkru leyti segi jeg, því að það er fullvíst, að mergð af þorskaseiðum yfir- gefur aldrei heita sjóinn, en vex þar upp. 1) sýna merkingarnar, að þorskurinn, sem merktur var í Faxaflóa, hefur nærri allur haldið kyrru fyrir f flóanum, jafnvel í 14 mánuði (hefur reyndar getað farið burt um hríð), einn hefur komist langt burtu, alt norð- ur í ísafjarðardjúp, og annar út í Miðnes- sjó, en enginn út úr heita sjónum. Aft- ur á móti hefur þorskurinn við norður- og austurströndina hreyft sig mikið og í heild sinni leitað burt úr kalda sjónum, suð- ur eða vestur um land, eftir að hafa dvalið þar fyrstu árin bæði vetur og sumar (alt að því 1 ár eftir merkinguna eða lengur); hefur það einkum komið skýrt fram við merking- una á Skagafirði. Þetta er í fullu samræmi við það, sem áður var sagt um skarkolann, og skýrist á sama hátt. 2) sjest það, að þorskurinn, sem vex upp í Faxaflóa, 0: í heita sjónum við suður- og vesturströndina, vex miklu fljótara en hinn, sem vex upp fyrir norðan og austan. 18 cm. meðal-lengdarauki á ári er ekki lítill vöxtur. Fiskurinn, sem merktur var í Faxa- flóa, var 40—66 cm. langur, 0: vænn þyrsk- lingur og stútungur, að líkindum á 3. og 4. ári. Þar sem nú þorskurinn fer að ná æxl- unarþroska 60—70 cm. langur,1) og vöxtur hinna stærstu hefur reynst að vera jafn-ör og hinna smæstu, þá lítur út fyrir, að þenna fisk hafi ekki vantað nema 1—2 ár til þess hafnarborgum, en lengdarmálið hefur oft verið ófullkomið hjá íslendingum, vegna gömlu venj- unnar, að mæla fisk milli sporðs og höfuðs. 1) Sjá skýrslu mína í Andvara 1906, bls. 115.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.