Ægir - 01.07.1914, Blaðsíða 4
80
ÆGIR
og átti tal við þá um sjávarútvegsmálefni og
enn öðrum skrifaði jeg, sem mjer hafði verið
bent á að líklegir mundu til að verða sjávar-
útveginum að gagni. Af mönnum þeim, er
jeg átti tal við, fjell mjer einna best við
Ólaf yngri Thorlacius frá Bæ á Rauðasandi.
Hann er mikil áhugamaður og hefur komið
ýmsu þarflegu í framkvæmd í hreppi sínum
og er þar þó strjálbygt og erfitt um sam-
göngur. Lofaði Ólafur mjer að g jöra tilraun til
að stofna deild í hreppi sínum, og vona jeg
að það takist, en ekkert hef jeg heyrt frá
honum sfðan.
í Reykjavík dvaldi jeg þar til 24. Apríl
að jeg fór með Ingólfi til Keflavíkur. Boðaði
jeg þar til fundar um kveldið, en aðeins fáir
menn mættu. Flutti jeg þar ekkert erindi,
að því sinni, en átti tal við þessa fáu menn,
sern mættu, einkum um lendingarbót þar í
Keflavfk. Gekk jeg með þeim um kauptúnið
og leit á hina ýmsu staði, er menn höfðu
augastað á, sem bryggjustæði eða lendingar-
stæði. í Keflavík eru menn mjög ósam-
dóma um hvað gera eigi í þessu efni, og
væri ástæða til að verkfróður maður yrði
látinn skera úr þeim ágreiningi. En víst er
um það, að þar er brýn þörf á lendingarbót.
Mun jeg í ársskýrslu minni fara nánar út í
þetta mál og láta uppi álit mitt um um það.
Laugardaginn 25. Apríl fór jeg úr Kefla-
vfk út í Garð. Útsunnanrosi var allan dag-
inn með stórvirði og bleytu og kafaldi á víxl.
Var jeg gangandi þá leið og er það sá versti
vegur, sem jeg hef farið á æfi minni, en
sagt var mjer, að hann væri ekki sem verst-
ur að sumrinu, þegar þurt væri orðið um.
í Garðinum gisti jeg í Kothúsum, hjá Þor-
valdi bónda Þorvaldssyni. Sunnudaginn 26.
Apríl fór jeg um Garðinn og skoðaði Garð-
skagavitann og átti tal við ýmsa menn. Kl.
3 um eftirmiðdaginn flutti jeg erindi í
Templarahúsinu. Á þeim fundi voru um 80
menn. — Nokkrir menn gengu í Fiskideild-
ina f fundarlok.
Um kveldið fór jeg suður á Miðnes og
gisti í Sandgerði hjá Einari bónda. Er Ein-
ar fjörmaður mikill og áhugasamur; er hann
eigi gamall, en þjáist af gigtveiki og mun
það draga eigi alllftið úr framkvæmdum hans.
Einar boðaði til fundar í barnaskólanum f
Sandgerði kl. 2 á máaudaginn 27. apríl. —
Veður var hið versta, sem hugsast getur, en
þó mættu um 30 menn á fundi, en margt af
því voru menn, sem stunduðu fiskiveiðar frá
Sandgerði, en eiga heima utan sveitar. Flutti
jeg þar fyrirlestur og að honum loknum
stofnaði jeg deild með 11 meðlimum. í stjórn
þeirrar deildar voru kosnir: Einar Svein-
bjarnarson í Sandgerði, Jón Pálsson og Sig-
urður Kjartansson.
Um kveldið hjelt jeg aftur inn í Garð og
fjekk á þeiri leið eitt hið versta veður, sem
jeg hef nokkru sinni komið út í. Gisti jeg
enn í Kothúsum. Morguninn eftir hjelt jeg
frá Kothúsum inn í Keflavík, var nú vegur-
inn mun betri, því að hörkufrost hafði verið
um nóttina. Boðaði jeg enn til fundar þar
og mættu þá um 30—40 menn. Flutti jeg
þar erindi og urðu um nokkrar umræður á
eftir, er einkum lutu að strandgæslu. Var
það Arnbjörn Ólafsson, er einkum vakti þær
umræður. Nóttina milli hins 28. og 29.
Aprfl gisti jeg í Keflavík og hjelt svo heim
til Reykjavíkur hinn 29.
Á ferðalagi þessu var mjer allstaðar tekið
sjerlega vel. Húsakynni eru vfðast allgóð
og mikil, en þó var á þessum tíma fremur
þröngt, því að allir útgerðarmenn halda út-
róðramenn og verða að sjá þeim fyrir hús-
næði, en gestrisni mun á þessu svæði vera
eins og þar sem hún er best hjer á landi
og verður húsrúmsleysi sjaldan að meini.
Vertíðin á Miðnesi og í Garði mun hafa að
þessu sinni verið með rýrara móti, en aftur
á móti mun hún hafa orðið í góðu meðal-
lagi í Njarðvíkum, Vogum og Vatnsleysu-
strönd og jafnvel í Keflavík.
Sunnudaginn 3. Maí Iagði jeg af stað með