Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1916, Page 14

Ægir - 01.01.1916, Page 14
8 ÆGIR þar, enda mjög ilt að leggja þar góða vegi og sveitin fremur strjálbygð, Jeg heíi tvívegis komið á Austfjörðu, en í hvorugt skifti geta komist á Borgar- fjörð, Þar er allmikil fiskiútgerð og hafði jeg mikinn hug á að komast þang- að, en skipin komu þar ekki við. Meðan jeg dvaldi á Seyðisfirði varð einn dag- inn mótorbátsferð þangað, en þá gengu illviðri svo jeg þorði ekki að fara með bátnum, ef ske kynni, að jeg þá ekki næði á »Gullfoss«, enda mundi og hafa farið svo, ef jeg hefði ráðið það af. Auk þess sem mig hefur langað til að komast á Borgarfjörð hefur mig og lang- að til að koma í Álftatjörð eystra. Mjer er sagt, að hann sje lón eitt, með öllu óskipgengur og að hann fjari að nokkru leyti út. Hefur mjer því komið til hugar hvort eigi mundi mega veiða þar rauð- maga á líkan hátt og gert erí Önundar- firði vestra. Þar stendur svo á, að þvi nær hálfan fjöi'ðinn fjarar út. Um fjör- urnar er þá rauðmaginn stunginn með langri stöng með broddi í með agnhaldi á. Er þetta engin smáræðis atvinna i ílestum árum. Eru það mest unglingar og gamalmenni, er þá veiði stunda. í fyrra vor fengu unglingar stundum með einni fjöru upp í 700 rauðmaga. Fyrst þegar jeg man eftir, óðu menn á skinnbrókum og tóku grásleppu og rauðmaga, sem hafði fjarað uppi i poll- um. Höfðu mennirnir ekki annað á- hald en krók, sem þeir kræktu hrogn- kelsin upp með. Varð aldrei mikill fengur manna, á þennan hátt, en þetta leiddi til þess, að menn fóru að stunda veiðina á bátum og voru þá oftast þrir á. Andæfðu tveir en einn stakk. Jókst þá allinn stórum og kom þá oft fyrir, að menn fiskuðu svo að skifti hundruðum með hverri fjöru. Nú er aðeins hafður einn maður á hverjum bát og stjakar hann sig áfram jafnframt því að hann stingur rauðmagann. Þessi veiði gefur Önfirðingum árlega svo að skiftir þúsundum króna. Mestaf þessum rauðmaga er saltað og reykt og selt út um alla Vestfirði og líklega viðar i seinni tíð. Væri gaman að vita, hvort eigi mætti koma þessari veiðiaðferð við annars- staðar en á þessum eina stað. Alstaðar þar, sem jeg kom á þessari ferð minni, voru menn i góðu skapi og litu ókvíðnir til vetrarins, sem um það leyti var að ganga i garð. Yfirleitt virt- ist afkoma manna að vera góð, þrátt fyrir dýrtíðina. Mest heyrði jeg menn kviða fyrir, að skortur kynni að verða á veiðarfærum til næsta úthalds. enda virðist að sjávar- útveginum sje nú mest hætta búin af veiðarfæraskorti, ef eigi rætist úr. Ef til vill minnist jeg einhverntima seinna á landferðina frá Húsavík til Ak- ureyrar. Matth. Ólafsson. Skýrsla Kristján8 Bergssonar. Þann 8. des. lagði jeg af stað frá Reykjavik til Eyrarbakka, til að halda námskeið i siglingafræði fyrir Fiskifjelag íslands. Jeg kom til Eyrarbakka að kvöldi sama dags, og byrjaði kenslan þegar næsta dag, og stóð yfir i 10 daga. Kenslan fór að mestu leyti fram í fyrirlestrum og samtali, þar eða engar handhægar kenslubækur voru til, sem hægt væri að hafa til grundvallar, og nemendur gætu haft not af á svo [stutt- um tíma, nema siglingareglur, enda var

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.