Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1916, Page 19

Ægir - 01.01.1916, Page 19
ÆGIR 13 gang hafi vantað svo mjög þetla sumar nyrðra, enda bar nokkuð á honum við Hrisey á »pilk«. Fiskur sá, sem veiddur er á 60—80 fðm. dýpi á Axarfirði, Skjélfanda og Húna- flóa (sjá staflið 5—7) er miklu fjölbreyttari að stærð og aldri og er víst dágott dæmi uppá, hvcrnig sá fiskur er, sem veiðist á djúpmiðum á Skjálfanda á sumrin, því að hann er tekinn holt og bolt úr aflanum1). Hjer er margt af fiskinum málsfiskur, o: fullorðinn fiskur, 6—7 vetra og eldri og eflaust margt af honum að- kominn flskur úr heitari sjó; þó er meiri hlutinn af þessum fiski smáfiskur, á svipaðri stærð og aldri og smáfiskurinn á grunninu, samt ekkert af tvævetrum fiski og ekkert mjög smátt (undir 35 cm) af þrevetrum fiski. Sýnir þetta að mikið af smáfiski er þegar gengið til djúpanna norðanlands á 4. sumri (ef til vill vorið sem hann er þrevetur) og lifir þar eflaust öðru hvoru, ef ekki altaf, úr því og nær- ist þar á þeim dýrum, sem hafa þar fasta dvöl (krabbadýrum, ormum o. fl.), nema ef síli, loðna eða aðrar ætisgöngur lokka hann inn á grunnið og þegar hann loks, 6—8 vetra gamall, fer í fyrsta sinn burtu til hrygningar í heitari sjó. Þetta læt jeg mjer nægja að sinni. Þegar svo meira kemur af þorski tilrann- sóknar frá ýmsum svæðum kringum landið, er líklegt. að margt megi af læra um lífshætti hans og vona jeg, að jeg geti bætt nokkuru við i næstu skýrslu, ásamt á- rangrinum af samskonar rannsóknum á ýsu, kola og ef til vill fleiri fiskum. 2). Við þetta bætist svo oft töluvert mikið af stórri og smárri keilu, kar{a, mest stórum, hlýra og steinbít, svo og nokkuð af skrápkola. Ársskýrsla fyrir 1915. frá Ól. T. Sveinssyni. Aðal starf mitt á þessu ári hafa verið námskeiðin. Daginn eftir aðalfund Fiskifjelagsins hjer í Reykjavik, fór jeg til Seyðisfjarðar og hjelt námskeið þar. Kom úr þeirri ferð til Reykjavíkur 16. apríl. Til Yest- fjarða fór jeg 12. maí, og kom úr þeirri ferð 16. júní til Reykjavíkur. Á meðan jcg dvaldi í Reykjavík, starfaði jeg að undirbúningi Fiskiþingsins, og á milli fyrri ferða, starfaði jeg að því að útbúa frumvarp til laga um atvinnu við vjel- gæslu á íslenskum skipum, fyrir »Vjel- stjórafjelag íslands«, með þeim hr. skóla- stj. stýrimannaskólans og vjelskólans. Eftir Fiskiþingið var töluvert annríki á slcrifstofu Qelagsins og starfaði jeg þar eftir föngum. í ágúst fór hr. ritstjóri »Ægis« til Siglufjarðar með mótorbát til strandvarnar þar, og gegndi jeg skrif* stofustörfunum á meðan. 24. september fór jeg til Vestmanna- eyja og hjelt námskeið þar, úr þeirri ferð kom jeg aftur til Reykjavikur 13. nóv. Hjer dvaldi jeg í 4 daga, og fór síðan til Eju’arbakka og hjelt námskeið bæði þar og á Stokkseyri. Úrþeirri ferð kom jeg til Reykjavikur 23. desember. Svo var jeg hjer kyrr það sem eftir var af árinu. A þessu ári hefi jeg haldið 4 nám- skeið í mótor-vjelafraiði: á Seyðisfirði,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.