Ægir - 01.02.1916, Blaðsíða 11
ÆGIR
23
bann mætti upphefja strax og stjórninni
þætti ástæða til. í þýska þinginu kom
fram yfirlýsing frá stjórninni þess efnis
að ekki væri mögulegt fyrir stjórnina að
ákveða háverv (maximal pris) á síld
vegna þess að megnið af síld er seld
væri í Þýskalandf væri innflutt frá öðr-
um, en þó mundi verða unnið að því
að skipa nefnd manna til þess að vinna
að sameigtnlegum innkaupum í þessari
vöru eins og öðrum.
Skýrsla
yfir vöruverð við árslok 1915.
Verð á útlendum vörum er eins og
gefur að skilja mjög hátt þar sem farm-
gjöld hafa náð þvi óheyrilega verði er
aldrei hefur skeð áður. T. d. er flutn-
ingsgjaldið frá New-york til Liverpool á
hveiti og öðrum kornvörum kr. 45,00
fyrir hverja smálest. Flutningsgjaldið var
fyrir stríðið kr. 5,00 og úr því nú 9 sinn-
um hærra. Verð vörunnar á framleiðslu-
staðnum hefur þvi tiltölulega minsta þýð-
ingu.
Hveiti í Ameríku hækkandi.
Kaffimarkaðurinn i Brasiliu 1 tur út
fyrir að verða svipaður fyrst um sinn, þó
skal það tekið fram að Englendingar hafa
takmarkað kaffiverslun Danmerkur þann-
ig að aðeins er leyfilegt að flytja hjeðan
út 63.000 sekki til Norvegs og Sviþjóðar.
En aftur á móti hafa Englendingar lagt
hald á 9 gufuskip er höfðu meðferðis
kaffihleðslur til Norvegs og er ekki talið
að útlit sje til að þessir farmar verði
gefnir lausir fyrst um sinn.
Verið er nú að semja um skilmálana
fyrir lausn á förmunum.
Þrátt fyrir þessa miklu örðugleika má
þó vænta þess, að íslenskar íiskiafurðir
— jafnt fiskur saltaður og nýr — haldist
áfram i liku verði og undanfarið, og
byggist þetta einkum á því, að eftir-
spurnin eftir þessum vörum hlýtur að
verða svipað og áður, en framleiðsla og
fyrirliggjandi byrgðir eru minni.
Aflabrögð hafa verið mjög góð i vetur
meðal fiskimanna erlendís jafnvel al-
staðar sem fiskað er og þakka menn
það mikið hve liltölulega fáir taka þátt í
veiðiskap i samanburði við það sem áð-
ar hefur verið, og virðist þetta benda á
líkt og menn þóttust verða varir ábotn-
vörpuskipunum síðastliðinn vetur heima
við ísland, að fiskur var þá meiri fyrir
en áður.
Nú við lok ársins, hefur verið óvenju-
mikil sardínuveiði við strendur Spánar
og Portúgals — jafnvel meiri en dæmi
eru til áður — og gefur það góða von
um hátt vcrð á porskhrognum á kom-
andi ári.
Að endingu get jeg ekki stilt mig um
að láta i ljósi þá skoðun mína, að við
Islendingar megum telja okkur hepna,
að eiga heima svona langt frá ófriðar-
eldinum svo við getum að miklu leyti
stundað atvinnu okkar óáreittir af öðr-
um. Böl sfyrjaldarinnar hefur lítið bor-
ist til okkar nema þá sem frjettir með
simanum og i dagblöðum og bókum.
Afurðir okkar hafa verið vel borgaðar og
það er vonandi að svo verði framvegis,
en þó ber að gæta þess vel, að menn
verða að vera við þvi búnir, að mæta
örðugri verslunarviðskiftum en áður,
hvort sem ófriðurinn heldur áfram eða
hættir, og þessvegna er nauðsynlegt að
gæta allrar varúðar i þvi að leggja i
kostnaðarsöm fyrirtæki bygð á hinni
miklu verslunarumsetningu umliðins árs.
Geri menn það og afturkippurinn kemur
fyr en varir, er voði vis fyrir þá, er það
hendir. Einkum er áhyggjuefni hinir
stóru og kostnaðarsömu móiorbátar er