Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1916, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.1916, Blaðsíða 16
28 ÆGIR þarf heldur eltki annað til að í geti kviknað, en að íleigt sje frá sjer i ógáti eldspitu, sem ekki er útkulnuð, þar sem jafn eldnæmt er. Strangt eftirlit ætti líka að vera haft með þvi að nóg olía væri höfð með í hverjum bát, eða þá lýsi, svo ekki þyrfti að spara að hella því í sjóinn þegar vont er orðið. Þetta er það besta bjargráð á undaniialdi sem menn geta fengið, og eins ef skipið liggur á reki, brákin lægir svo mikið sjóinn, einkum ef lýsi er brúk- að. því það er enn betra en olia, að þetta getur alveg varnað áfö llum af brot- sjóum. Það er margföld reynsla fengin fyrir þessu, og jeg hef sjálfar reynt þetta, einkum meðan jeg var á hákarlaveiðum á Norðurlandi. Því miður er jeg hrædd- ur um að margir vanræki þetta bjarg- ráð, sem þó, undir mörgum kringum stæðum gæti orðið til að bjarga lííi manna. Margt fleira gæti verið til bjargráða, t. d. að hafa rekdufl með hverjum bát og hverju skipi, og hefur ritstjóri Ægis lýst því greinilega, hvað mikið það geti hjálpað til að skipið liggi bstur í sjó i vondum veðrum, þegar ekkert verður siglt svo menn verða að leggja skipinu á reka. Sund eða flotbelti ætti líka að hafa fyrir skipshöfnina með hverjum vjelabát. Auðvitað kæmi það sjaldan að gagni, því oftast munu vjelbátar farast í svo vondum veðrum, að lítii bjargarvon er að því, þó gæti það viljað til, t. d. ef eldur hleypur í skipið eða vjelin slær niður úr bátnum. Þetta getur komið iýrir i góðu veðri og þá gæti þessi björg- unartæki komið að góðu ei önnur skip væru nálægt. Jeg hef þá hjer að framan, tekið fram það sem valdið geti mest slysum á vjel- bátum. En til að ráða bót á þessu, er það eftirlit sem nú er haft með öryggi skipa og báta alveg ófullnægjandi. Það þarf að skipa fastan mann til að hafa þetta eftirlit á hendi, og launa hon- um svo vel, að hann gæti gefið sig allan og óskiftan við þessu staríi. Þessi eftir- litsmaður ætti að ferðast iðuglega kring- um landið til að skoða bæði skip og báta og allan útbúnað á þeim og eins traustleik þeirra og umbúnað vjelarinnar og vjelarrúmsins og ætti þessi maður að hafa fult vald til að kyrsetja hvert það skip og hvern þann vjelarbát frá sjó- ferðum og eins neita þeim um vátrvgg- ingu, sem ekki fullnægðu i öllu þeim á- kvæðum sem tiltekin væru í erindisbrjefi hans eða öðrum reglugerðum fyrir traust- leik og útbúnaði skipa. Það er mín fasta sannfæring að með svona löguðu, ströngu eftirliti, mætti tals- vert draga úr slysum þeim og mikla manntjóni sem nú á sjer stað. Og þá væri þeim peningum sem til þess gengju, vel varið. Það eru kostaðir eftirlitsmenn til margs sem er minna lífsspursmál en þetta. — Það er engu líkara en mörgum finnist að 1 sjómannslíf sje ekki mikils virði. Mjer dettur i hug, að jeg var einusinni staddur þar sem tveir menn ovru að tala saman, annað var útgerðar- maður hitt formaður af vjelarbát, og var hann að segja útgergarmanninum frá svaðilförum bæði sín og annara í sjó- ferðum, þegar hann hafði lokið máli sínu, sagði útgerðarmaðurinn eitthvað á þá leið, að djarft tefldu þeir i sjósókn- inni; þá svaraði formaðurinn: »Já! Við erum ekki að hugsa um lífið, við erum að hugsa um að ná í sem mestan afla«. Mjer hafa verið þessi orð minnistæð, mjer þóttu þau nokkuð kæruleysisleg af manni, sem trúað er fyrir lifi fleiri manna. Jeg vil taka það fram, að jeg hafði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.