Ægir - 01.02.1916, Blaðsíða 20
32
ÆGIR
fimmfalt verð á móts við það sem venju-
legt er, Ull hefur komist í alt að þre-
falt verð og aðrar vörur hafa verið frá
20°/o—100°/o hærri en venjulega.
En það hefur alls ekki verið hættu-
laust að versla með islenskar vörur, af
því Englendingar hafa lagt bönd á sum-
ar þeirra (Klausuler) svo ekki hefur
mátt flytja þær út úr Danmörku. Aðrar
vörur (skinn og ull) hafa verið lagðar á
pakkhús hjer og fást ekki afhentar fyr
en stríðinu er lokið. En nokkuð af
skinnum og ull, þar á meðal allar síð-
ustu sendingarnar með »Island« »Bolnia«
og »Ceres« hafa Englendingar beinleinis
tekið. Sjeu vörur sem Englendingar taka,
vátrygðar gegn stríðshættu, mun stríðs-
vátryggingarfjelagið borga þær eftir 6 mán-
uði, ef Englendingar hafa ekki skilað
þeim innan þess tíma.
Arið 1916 byrjaði með þvi, að enn
strangari skuldbindingar hefur orðið að
undirskrifa, en áður og nú verður að
undirskrifa skuldbindingar viðvíkjandi
öllum íslenskum vörum, þar þær allar
fást ekki afhentar. En áður voru þessar
ströngu skuldbindingar að eins á ein-
stökum vörum. einkum ull, skinnum og
lýsi. Til dæmis verður nú innflytjandi
að undirskrifa skuldbindingu um að
greiða 10 þúsund króna sekt og að auki
tvöfalt andvirði vörunnar, ef hún verður
seld annarstaðar en nefnt er í skuld-
bindingunni og lítur því út fyrir að tals-
vert meiri ei'fiðleikar verði með sölu á
ísl. vörum á þessu ári en því umliðna
og að sumar vörutegundir (ull, skinn
o. fl.) verði lítt seljanlegar.
Saltfiskur (þurfiskur). Eftirspurnin er
fremur lítil og verðið hefur lækkað
nokkuð. Sem stendur er óafhnakkaður
stór fiskur 115 lu\. smáfiskur 105 kr.,
Ýsa 100 kr., Labradorfiskur 95 kr., langa
120, ufsi 80 kr., keila 85 kr. Afhnakk-
aður stór fiskur 130 kr., millifiskur afhn.
120 kr. Óverkaðuv stór saltfiskur 88 kr.,
smáfiskur 80 kr. Allar vörur eru mið-
aðar við að þær séu af bestu iegund,
ella er prísinn lægri.
Lýsi stendur um 140 kr. og þar yfir ef
það er vel ljóst og grómlaust.
Prjónles. Alsokkar kr. 1,90, hálfsokk-
ar kr. 1,20, sjóvetlingar 75 au.
Æðardúnn. í hann er ekkert boð fá-
anlegt sem stendur.
Selskinn. Engin eftirspurn varla yfir
4 kr. hvert.
Sundmagar 150 aura kílóið.
Gœrur eru óseljanlegar af því þær fást
ekki afhentar fyr en að stríðinu loknu,
en sumtaf þeim hafa Englendingar tekið.
Haustull. Um hana er sama að segja
og gærurnar.
Læri og rúllugilsur hafa verið um 150
aura kílóið, en eftirspurnin virðist nú
heldur meiri og mundi nú fást um 170
aura kíló.
Saltkjöt. Eftirspurn talsverð, en ekk-
ert mun nú vera óselt.
Prentsmiðjan Gutenberg.