Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1916, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.1916, Blaðsíða 19
ÆGIH 31 að á skrifstofunni er engin skýrsla ura bátafjölda í hverri veiðistöð og þvi ekki hægt enn, að senda rjetta tölu. Slík skrá er þó nauðsynleg nú, en hvort hún verður það síðar meir er ó- sagt hjer, það kemur undir hvernig þess- um skýrsluformum verður tekið, hvort þau verða fylt út og send aftur útfylt skrifstofunni. Yerði það eigi gert þá sýnir það, að skýrslur um aðalatvinnu- veg landsins eiga að vera í sama sukk- inu og undanfarið, að íslendingar eiga að halda áfram að vera sú þjóð, sem ekki getur greint frá afla þeim, er á land berst. Þegar allar tilraunir virtust á- rangurslausar, þá var þetta þrautaráð telcið. Nú er að sjá hvernig það reynist, tilraun þessi kostar um 1200 kr. H/f. Í8björniun. Þeir afgreiðslumaður Thorefjelagsins, hr. Ól. Benjamínsson og skipstjóri Geir Sigurðsson, eru nú orðnir eigendur ís- hússins við tjörnina í Reykjavík og gufu- skipsins »Nora«, sem var sildveiðaskip h/f. »ísbjörnsins«. Hr. Geir Sigurðsson hefur undanfarin ár verið sldpstjóri á »Nora« og aflað mæta vel. Bátstapi. Laugardaginn 12. febrúar var hjer gott veður allan daginn, var þá verið að út- búa mótorbát, er bærinn leigði til fiski- flutnings og átti hann að fara suður að Sandgerði að sækja fisk og hafði ýmis- legt meðferðis þangað, svo sem járn og fl. Siðari hluta dags lagði hann hjeðan á stað, komst suður fyrir Skaga, en er þangað kom var komið svo mikið brim, að ólendandi hel'ur þótt, þvi margir bát- ar, er róið höfðu þann dag frá Sandgerði, lögðu ekki á Sundið, heldur fóru inn fyrir Skaga og hjeldu sjer við um nótt- ina fyrir framan Garð og Leiru. Varð albrima á hálf tíma. Af hverjum orsök- um bátur þessi hjelt áfram veit enginn, en hann fórst, hefur fengið ólag eða rek- ist á sker. Þar druknuðu 2 menn, for- maður Markús Magnússon frá Litla-Seli í Reykjavik og vjelamaður að nafni Kristján Einarsson. Líkin ráku á land 1—2 dögum eftir slysið og voru flutt hingað til Reykja- vikur. Bát þennan átti hr. Loftur Loftsson á Akranesi. Um 20. veiða. þ. m. lögðu þilskipin út til Meðalverð á fiski og fiskiafurðum 1915. Stór fiskur nr. 1. 100—140 kr. — — — 2. 90—130 — Smáfiskur 95 — Labrador 90 — Ýsa 90 — Ufsi 80 — Keila 80 — Þorskur úr salti 0,40 pr. kíló. Langa 90 — Sundmagi kr. 1.50 pr. kiló. Meðalalýsi tunna 90—130 — Hrálýsi — 70—100 — Dökt lýsi — 60—100 — Erlendis. Verslunarfi’j ettir. Árið 1915 er einstakt í sögu landsins, að því Ieyti, að aldrei hafa íslenskar vöi'- ur komist i jafnhátt verð. Sumar vörur hafa verið í margföldu vei'ði við það, sem átt hefur sjer stað næstu undan- farin ár, t. d. lýsi, sem hefur komist i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.