Ægir - 01.02.1916, Blaðsíða 15
ÆGIR
27
ar, og má fyrst telja að til þessa tima
hafa allir bátarnir verið litlir, þetta 6—9
smálestir og margir eða ílestir mjög veik-
bygðir og illa útbúnir að seglum, en
hæðin fjarska mikil. Sjósókn oft á þeim
30—40 sjómílur til hafs þegar ekki fæst
fiskur nær landi og þetta oft um há-
vetur, sjerstaklega i Vestmannaeyjum og
við ísafjarðardjúp. Þetia verða að telj-
ast hættuferðir á litlum og veikbygðum
bátum með ljelegum seglaútbúnaði. Og
þó allur dugnaður sje virðingarverður,
þá er ætíð kapp best með forsjá. Og
það er óhætt að fullyrða, að það hefur
margur vjelabáturinn farist, bæði fyrir
hvað veikbygður hann var, og eins fyrir
ljelegan seglaútbúnað og Ijelega vjel.
Eitt er lika sem jeg hef tekið eftir, að
þessir litlu vjelabátar hafa vanalega mjög
litla seglfestu, og bera þess vegna mjög
illa segl í stormi og sjó, eru lika mjög
illa hlaðnir, þ. e. liggja svo mikið aftur.
Þetta má nú reyndar til að vera svo,
annars sleppir skrúfan svo fljótt sjó i
svona litlum og grunnum bátum þegar
öldugangur er kominn. En afleiðingin
af þessu er sú, að mjög hættulegt er að
hleypa bátnum undan sjó og venda þeg-
ar vont er komið, hætt við að skefli
aftan yfir, og þá er hættan vis, þvi sjaldn-
ast mun á vjelabátum svo vel útbúið,
að ekki geti sjór hlaupið niður í bátinn
þegar hann fær sjó yíir, en þá er bátur-
inn sokkinn með sama, og hefur maður
fylstu ástæðu til að álíta að margur bát-
ur hafi getað farist þannig, einkum á
Vestfjörðum.
Eitt enn, sem valdið getur slysi, á
vjelabátum, það er ef vjelin tekur niður
úr, sem menn kalla, þ. e. að bullustöng-
in sleppur niður úr vjelinni. Þetta hef-
ur komið fyrir oftar en einusinni og á-
reiðanlega valdið slysi stundum, valla
hugsanlegt að annað hafi getað valdið
slysi þegar bátur ferst í logni og besta
veðri eins og komið hefur fyrir, eða þá
að kviknað hafl i vjelarrúminu og bát-
urinn brunnið.
Og það er enn eitt, sem valdið gelur
slysi, að eldur hlaupi í vjelarúmið, þar
sem eins eldnæmt er fyrir eins og þar,
alt trje kringum vjelina, smittað af olíu,
þá er varla hugsanlegt að geta slökt þann
eld, þó slökkvitól sje með, nema undir
bestu kringumstæðum, fyrir þessu eru
dæmi hjer, að skip hefur brunnið út á
sjó þó mannbjörg hafi orðið.
Alt það sem hjer hefur verið tekið
fram, getur, ef ekki er allrar varúðar
gætt, orðið að slysi, og hejur áreiðanlega
orðið að slysi. Enginn kominn til að
segja frá þegar alt ferst, hvað hefur vald-
ið slysinu það og það skiftið. Öllu þessu
tel jeg að mætti ráða nokkra bót á, ef
nógu strangt eftirlit væri haft með því.
Það fyrsia og sjálfsagða er, að bátarnir
sjeu traust bygðir og allur útbúuaður á
þeim í góðu standi. Það þekkja allir
sem á vjelbátum hafa verið, að vjelinni
er alt af liættast við að stoppa þegar vont
er orðið i sjóinn og þá ekki önnur úr-
ræði en að grípa til seglanna, og geta
menn sjeð hvað það er heppilegt, [ef þau
þá eru ljeleg eða alónýt ef nokkuð á
þau reynir. Það vantar mikið á að nógu
strangt eftirlit hafi verið haft með þessu
í mörgum verstöðum kringum landið.
Mjög ófullkomið eftirlit líka haft með að
vjelarnar sjeu í góðu standi, eins því að
svo vel sje búið undir þær, að engin
hætta geti verið að þær slái niður úr
bátnum, þó bullustöngin sleppi niður úr
vjelinni.
Þá er eldhættan. í öllum vjelaskipum
ætti vjelarrúmsgólfið að vera alt járn-
klætt, og alt vjelarrúmið, í það minsta
upp á miðja veggjarhæðina. Ekki ætíð
farið svo varlega með ljós sem skyldi,