Ægir - 01.02.1916, Blaðsíða 12
24
ÆGIR
menn byggja nú tugum saraan. Við
rekstur þeirra verður að fara saman
sjerstök sparsemd og hagsýni, ef vel á
að fara, svo að efnalitlir útgerðarmenn
standi ekkí uppi gersnauðir áður en þeir
vita af.
Það eru eftirtakanleg orð sem standa
i einu besta verslunarblaði á Norður-
löndum, norska blaðinu »Farmand«, og
þótt það ekki snerti ísland beinlínis, þá
gefur það tilefni til alvarlegra hugleið-
inga jafnt fyrir okkur sem aðra. Blaðinu
farast orð á þessa leið:
»það sýnist koma meir og meir i tjós,
að ef striðið heldur áfram lengi ennþá,
getur ekki farið hjá því að fívropa verði
gjaldþrota. Ein afarmikla skuldabyrði
sem ófriðarþjóðirnar safna á sig, verður
svo óbærileg, að það mun verða ómögu-
legt fyrir stjórnir þessara landa, að útvega
nægilegt fje til að borga með rentur
hvað þá meira. Hversu óumræðilega
stórar hljóta ekki álögurnar að verða.
Nú eru ársvextir af herláni Þjóðverja
þegar orðnir 2 miljarðar marka, og
sambandsþjóðanna meira. Hvað verða
vextirnir miklir sem þeir allir verða að
greiða, og hvað geta þjóðirnar borið
mikið«.
Engin undur þó menn gerist áhyggju-
fullir — eins hlutlausir sem aðrir —
yfir þeim atburðum sem gerast nú i
heiminum.
Það virðist ekki óþarfi að minnast
þess, að Norðmenn eru i undirbúningi
með að auka útveg sinn að miklum mun
eftirleiðis, einkum með byggingu nýtisku
botnvörpuskipa sem stunda eiga þorsk
og síldveiðar við ísland. Mörg skip eru
nxi i smíðum. Yel má vera að þeir
timar sjeu nú ekki fjarri að Norðmenn
verði einna ágangssamastir gagnvart ís-
lendingum, bæði á fiskimiðum og á
landi uppi. Ekki er hægt að sporna við
að úllendir menn fiski utan landhelgis,
en ráð mun til að stemma stigu við að
að dýrmæt ítök i landi við veiðisælustu
fiskimiðin lendi í höndum útlendinga
sem grunnir undir verbúðir sem notaðar
eru um nokkra vikna tíma meðan aflinn
er rifinn í sig, ungum atoi’kusömum ís-
lendingum til óhags og vanþrifa. Með
þvi að láta slíkt óátalið eru máttarvið-
irnir undan framförum landsins kipt í
burtu i náinni framtíð.
í skýrslu minni er birt var i júli s. 1.
yfir starf erindrekans voru einnig birt
nokkur brjef er farið höfðu milli min og
ýmsra erlendra manna. Siðan hef jeg
haft ýms brjefaviðskifti um verslun og
fleira snertandi Island, og með þvi greitt
fyrir viðskiftum og upplýst hlutaðeig-
endur um margt það er þeir vildu fræð-
ast um og hafði þýðingu fyrir við-
skiftalífið.
Síðari hluta ársins hefi jeg átt tal við
nokkra merka menn um nokkur iðnað-
artæki snertandi fiskiútveginn og mögu-
legleikana á þvi að koma slikum fyrir-
tækjum í framkvæmd á Islandi og verð-
ur árangurinn af þessum málaleitunum
birtur i næstu skýrslu (fyrsta árstjórð-
ung 1916) eða svo íljótt sem auðið er.
Nafnaskrá yfir útlend og innlend versl-
unarhús og aðra iðnrekendur er búist
var við að kæmi út árið sem leið, er
ýmsra orsaka vegna ekki væntanleg fyrr
en síðari hluta vetrar.
Jeg hefi frá því jeg byrjaði starfann
sem erindreki, haft skrifstofu i Liverpool
á Englandi og hefi hana þar til 1. apríl,
en væntanlega verður breyting á því el't-
ir þann tíma, þar sem ófriðurinn veldur
svo miklum örðugleikum fyrir eðlilega